Sagnir - 01.06.2013, Page 27
28
kenn ara í íslensku.26 að lokum ítrekaði
Benedikt mikilvægi málsins fyrir þing-
mönnum:
gætið þess, að hjer ræðir um
lifsspursmál hins íslenska þjóðernis ,um
þjóðar innar eigið jEg. gætið þess að,
lög og rjettur er hið sterkasta einkenni
þjóð ernisins, sem hún lifir og deyr
með, og það fremur en með sjálfu
móður málinu.27
svo virtist að þingmenn hafi lítið
skeytt um áminningu Benedikts sveins-
sonar, því málið dagaði uppi í þinginu
og ekkert varð úr því í það sinnið. Árið
1883 gerði Bene dikt aðra tilraun en
hún strand aði á konungi, sem neitaði
að sam þykkja frumvarið vegna and-
stöðu Dana við lagaskóla á Íslandi.28 Í
um ræðum um málið var málflutningur
Bene dikts á svip uðum nótum og í fyrra
frum varpinu. Blaðið Ísafold birti ágrip
af þing ræðu hans þar sem hann bað
and stæðinga sína að „sýna … og sanna,
að þessi hugmynd sje svo hræðileg. Í
há skóla nafninu liggur að eins vísindaleg
jafn rjettis hugmynd gagnvart frændum
vorum í Danmörku og gagnvart hverri
annari þjóð, sem vill heita og vera þing-
frjáls þjóð“.29
Kvenfélagið Búnaðarritið og önnur
blöð 1890 til 1900
Árið 1891 birtist grein um háskóla málið
í Sunnanfara þar sem höfundur greinar-
innar fór yfir þann fjölda stúdenta sem
farið höfðu frá Íslandi til Hafnar til
náms frá 1611 til 1890. Höfundurinn
reiknaði út hver kostnaðurinn hefði
verið fyrir landið en niðurstaðan var dá-
góð fjár upphæð sem hann sagði nægja
til að reisa veglegan háskóla á Íslandi.
Hann taldi að ekki yrðu þeir metnir til
fjár sem helst hefðu úr lestinni og orðið
„duglausir slæpingjar, þegar ætt jörðin
fékk þá aptur … [o]g þá eru hinir
ótaldir sem verr hefir verið farið“.30
Í greininni var það fundið til foráttu
kennslu í norrænum fræðum í Kaup-
manna höfn að hún væri einungis
miðuð við spreng lærða menn eða Dani
og hefði enga þýðingu fyrir Íslendinga.
Höfundur taldi að Íslendingar hefðu í
raun fengið lítið fyrir sinn snúð í Kaup-
manna hafnar háskóla og vildi því að
nám ið flyttist til landsins. Einnig þótti
honum réttast að íslenskir námsmenn
feng ju að stunda nám sitt í reykjavík, því
þá ætti eftir að myndast þar stúdentalíf
og staður inn fengi tekjur sem annars
færu til Kaup manna hafnar.31 að lokum
segir í greininni: „Eigi íslenzkt þjóðerni
að haldast upp rétt [sé] nauðsynlegt að
hafin verði ein alls herjar mentastofnun
í landinu sjálfu, og um það ættu
Íslendingar aldrei að þreytast að biðja
hvað leingi sem vera skal. sá hefir mál
sem þrá astur er“.32
Auglýsing Kvenfélagsins um tombólu til styrktar
háskóla sjóðnum í Þjóðólfi 26. október 1894.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 28 6/5/2013 5:18:34 PM