Sagnir - 01.06.2013, Side 29
30
gagns.41
Við Hafnarháskóla læra þeir ekkert
um Ísland eða þarfir þess. Og margir
hverjir læra þá lífsspeki, að trúa á
ekkert og elska ekkert nema sjálfan
sig, að álíta, að enginn sannleikur sje
til í sjálfu sjer, ekkert þess vert að
leggja neitt í sölurnar fyrir það, að
föður lands ástin sje orðin úrelt, og
ó sam boðin mannúð og menntun nú-
tímans.42
ólafía sá fyrir sér að íslenskum stúd-
entum gengi betur að fóta sig í inn-
lendum háskóla en útlendum, og það
myndi leiða til betri menntunar og þjóð-
legri til framfara fyrir þjóðina. Íslenskir
embættismenn voru að mati ólafíu eins
konar aðall Íslands og sagði hún alþýð-
una horfa til þeirra sem fyrir myndar í
hegðun og skoðunum. Þess vegna væri
brýnt að koma á fót einum skóla fyrir
alla embættis menn í landinu, því íslensk
menntun gæfi af sér íslenska embættis-
menn. Háskóli á Íslandi myndi þannig
gefa Íslendingum kraft og visku til
fram fara, auk þess sem hann myndi
ekki aðeins verða þeim til gagns sem
hann sæktu, heldur allri þjóðinni. Laga-
skólinn væri ekki síst sá skóli sem upp á
vantaði til að skapa eina heild, einn há-
skóla. Konurnar í kvenfélaginu kröfðust
að lokum hlut deildar í hinni fyrirhuguðu
stofnun með því að skilyrða þá fjármuni
sem söfnuðust til styrktar menntun
þeirra kvenna sem hug hefðu á að
stunda nám við fyrirhugaðan háskóla.43
Af hverju íslenskan háskóla?
nú þegar við höfum kynnst nokkrum
þeim hug myndum sem uppi voru á 19.
öld um hvers mætti vænta af stofnun
há skóla á Íslandi er vænlegt að draga
saman nokkrar helstu ástæður þess að
menn létu sig ekki einungis dreyma um
há skóla, heldur börðust oft og tíðum
hart fyrir stofnun hans.
Fyrsta ástæðan sem nefnd var fyrir
kröfunni um há skóla á Íslandi var nyt-
semi. Þegar jón sigurðsson óskaði eftir
nýjum embættis manna skóla var hann
að fara fram á umbætur á menntun í
land inu. Það var þörf á fjölbreyttara
námi fyrir lands menn og ekki aðeins þá
sem vildu verða embættismenn. skortur
var á læknum og laganámið þótti ekki
í sam ræmi við íslenskt réttarfar en það
var um kvörtunar efni allan síðari hluta
19. aldar.
Önnur ástæðan var hag kvæmni.
Menn álitu að betur menntuð þjóð
myndi ná betri árangri í að nýta þá
mögu leika sem Ísland ætti kost á. Einn
embættis manna skóli væri hag kvæmari
en margir og dreifðir. námsmenn
næðu betri árangri heima en erlendis og
heltust síður úr lestinni, auk þess sem
námið kæmi til með að kosta minna
heima fyrir. Landið nyti einnig meiri
fram fara sem fylgdu aukinni menntun.
skólinn þyrfti ekki að vera fullsköpuð
stofnun til að byrja með en gæti þróast
samhliða framförum í landinu.
Þriðja ástæðan fyrir þrá manna eftir
há skóla var þjóðernisleg. námið þótti
of danskt, sérstaklega laganámið. Of
margir féllu úr námi vegna erlends
ólifnaðar sem glepti þá, eða þeir fengju
gylli boð um metorð og vænlegar stöður
sem tældu þá frá ættjörðinni. Þá þóttu
út lendir siðir fylgja mönnum heim að
námi loknu. Einungis menntun á þjóð-
legum grunni gæfi þjóðinni tækifæri til
að öðlast sinn fulla styrk og sjálfs öryggi.
Laga námið var álitið óþjóðlegt þar sem
að það spillti sér íslenskum lagagrunni
þjóðar innar og undir stöðu þjóðernisins,
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 30 6/5/2013 5:18:35 PM