Sagnir - 01.06.2013, Page 34
35
Hugmynd jónasar frá Hriflu um „þjóðskólann“ svonefnda varð lífseig í huga hans langt
fram eftir 20. öld. Hugmyndinni varp-
aði hann fyrst fram opinberlega í rit-
stjórnar skrifum í Skinfaxa, mánaðarriti
ungmenna félaganna. jónas varð ritstjóri
blaðsins 1911 og átti þá að baki námsdvöl
í Danmörku og Bretlandi. Í um fjöll-
uninni um þjóðskólann birtist skýrt
hve hugfanginn ritstjórinn var af skóla-
fyrir myndum þeim sem hann kynn tist
erlendis á námsárunum, sérstak lega
í Bret landi, og hvernig hann reyndi
að að laga þær fyrirmyndir fá breyttu
íslensku fræðsluumhverfi. Í mennta-
hug mynd um jónasar birtist hann sjálfur
sem framsækinn hug mynda smið ur en
afhjúpast einnig sem gamal dags hefðar-
sinni. Hann var nútíma legur í uppeldis-
hugsun, vel verser aður í kenningum
nýrrar og vin sæll ar vísindagreinar – sál-
fræðinni. grunn tónninn er mótunin,
sú full vissa tíðar and ans að manninn
megi móta sem linan leir. En til hvers
á sú mótun að leiða? Víst er að jónas
hafði óbeit á hefð bundinni fræðslu
latínu skólanna. Fyrir vinnandi alþýðu
vildi hann öðru vísi menntun og fyrir-
myndina sótti hann til útlanda.
Ýmsir hafa tæpt á áhrifum þeim
sem jónas varð fyrir í lýðháskólanum
í askov í Danmörku 1906–1907 og í
verka manna skólanum ruskin College
í Bret landi 1908–1909, en þeim hafa
samt hvergi verið gerð ítarleg skil. Hver
voru nákvæmlega þessi erlendu áhrif
sem hann varð fyrir og hvernig mótuðu
þau hug myndir hans í menntamálum?
Hér er leitað svara við því. skrif þessi
eru stytt og aðlöguð útgáfa af miðhluta
Ba-rit gerðar minnar í sagnfræði frá
síðast liðnu ári, „Hugmyndafræði
jónasar frá Hriflu í skinfaxa 1911–1915.
Erlend áhrif“. Í Skinfaxaskrifunum á
þessu tíma bili birtist skýrt að rit stjór-
inn beinlínis brennur af löngun til að
upp fræða og láta til sín taka á öllum
sviðum þjóð lífs. Einnig birta þau skýra
þróun hans sjálfs. Hann hefur skrifin í
hlut verki fræðar ans, þróast yfir í harð-
orðan og óvæginn áróðursmeistara en
lýkur þeim árið 1915 á nokkurs konar
stefnu skrifum, þar sem settar eru fram
fast mótaðar tillögur til úrbóta á flestum
sviðum sam félagsins – þar er stjórn-
mála maðurinn tekinn yfir. En víkjum
að menntunar hugmyndunum.
Uppeldi í þjóðskólum
Í umfjöllun um uppeldi og menntun
Íslendinga er jónas á heimavelli. Þar
stýrir ekki aðeins hugsjónamaður penna,
heldur sá sem telur sig hafa þekkinguna;
kennarinn – sérfræðingurinn. Hann telur
sig vita hvar skórinn kreppir í uppeldi og
mennt un landsmanna. Menntamál voru
fyrsti sérstaki málaflokkurinn sem jónas
tók fyrir í stefnuskrifum sínum í blaðinu
árið 1915, því þau voru undirstaða allra
ann arra þjóðmála að hans mati. að hafa
þekk ingu og þroska til að bera var for-
senda þess að almennar endurbætur og
„viðreisn“ þjóðarinnar bæru árangur.
slíkt var grundvöllur framfara í land-
inu. Þjóðar uppeldi í þjóðskóla, sem hann
nefndi svo, var það sem hann kallaði
eftir. Þar skyldi gefa gaum hinu „siðlega
upp eldi“ og einnig að „líkams- og
vinnu mentun“.1
En hvað voru þjóðskólar í huga
jónasar? Í Skinfaxa árið 1913 gerði hann
fyrst grein fyrir hugmyndum sínum um
þjóðskóla fyrir unglinga. slíkir skólar
með tveggja vetra nám yrðu stað settir á
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 35 6/5/2013 5:18:39 PM