Sagnir - 01.06.2013, Page 37
38
mið grundtvigs. Hið talaða orð, máttur
kraft mikillar ræðu sem gagntekur lýðinn
og lætur hann brenna af löngun til að
láta til sín taka, var annað ein kenni
grundtvigs.19 jónas, líkt og grundt vig
forðum, beitti orð inu – penn anum – til
að vekja, valda usla og hræra tilfinningar
alþýðu. Báðir töldu þeir alþýðuna veika
og óupplýsta og því þyrfti orð ræðan að
vera skýr og skorin orð.
jónas sótti einnig rökstuðning fyrir
sveitar sjónarmiðum sínum í grein sem
hann þýddi útdrátt úr í Skinfaxa. greinin
er eftir stanley Hall (1844–1924), banda-
rískan sál fræðing og uppeldis fröm uð,
en Hall var frum kvöðull að fræði legri
um fjöllun um unglingsárin og taldi ung-
linga í borgum þjást af streitu vegna
óæskilegs umhverfis sem tæki ekki mið
af þörfum þeirra. Hall var einn af læri-
sveinum Wilhelms Wundt í Leip zig en
að tilrauna stofu hans í sál fræði flykktust
læri sveinar hvaða næva að, enda sál-
fræðin að smitast af hinni nákvæmu
að ferða fræði náttúru vís indanna og að
hasla sér völl sem lög mæt fræði grein.20
Út drátturinn sem jónas birti fjall aði
meðal annars um „marg breytni vinn-
unar“ í hollu um hverfi sveita heimila.21
Uppeldissjónarmið jónasar snérust
ekki ein vörðungu um þjóðlegt uppeldi
sveitar innar. Hugmyndir hans um innra
starf skólanna bera pragmatisma, gagn-
semis- eða verkhyggjunni, glöggt vitni.
Einn af höfundum þeirrar stefnu var
William james (1842–1910), braut-
ryðjandi sálfræðinnar í Banda ríkunum,
sem jónas vitnaði til og sagði james
halda því fram að mennirnir væru
fram á þrítugs aldurinn sem „mjúkur og
mótan legur leir“.22 Verkhyggjan hefur
einnig verið kennd við john Dewey
(1859–1952), hinn fræga bandaríska
sálfræðing og uppeldisfrömuð, sem
með tilraunaskóla sínum á síðasta
áratugi 19. aldar og kenningum
honum tengdum braut blað á sviði
skóla- og uppeldisvísinda.23 Heim-
speki verkhyggjunnar grund vallaðist
á aðgerðum mannsins þ.e. að horfa
á manninn sem hluta af náttúrunni,
lífveru rétt eins og dýr merkurinnar,
sem hefði innbyggða þörf fyrir að
vera virk og starfandi.24 Það væri sú
náttúra sem manninum væri ásköpuð
og allt uppeldi ætti að taka mið af því
– einnig skólakerfið. annað sem Dewey
taldi lykilatriði, og uppeldissýn jónasar
endur ómaði, var hin innri löng un
sem þyrfti að vera til staðar hjá nem-
andanum. sú þörf næði bæði til hins
vits muna lega og þess líkamlega. Báðar
þarfir væru nauðsynlegar til að nám gæti
átt sér stað. Þörfinni þyrfti að svala og
þar kæmi umhverfið inn; hið félags lega,
sveit in hjá jónasi – mótunin. sú mótun
ætti sér meðal annars stað fyrir til stilli
kennarans. Það er hann sem hefur færi
á að vekja hinn innri neista, þrána eftir
vits munalegri örvun.25
Dewey kemur ekki fram í skrifum
jónasar í Skinfaxa26 en jónas kallaði eftir
því árið 1915 að Íslendingar horfðu
meira í vestur átt varðandi fyrirkomulag
skóla halds og menningar.27 Uppeldis-
fræði hug myndir prag matismans höfðu
einn ig um þetta leyti skotið upp kollinum
í evróp sku skóla umhverfi. Líklegra
verður þó að teljast að hugmyndir jón-
asar endur ómi fremur áhrif af starfi
guð mund ar Finn boga sonar, sem
kynnti sér skóla á norðurlöndum, þar á
meðal skóla sem störfuðu á nýjum hug-
mynda fræðilegum nótum uppeldis, og
hreifst mjög af. Meðal þeirra var skóli
Carls starcke í Kaupmannahöfn 1899–
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 38 6/5/2013 5:18:39 PM