Sagnir - 01.06.2013, Side 40
41
að mati gagn rýnenda hans úr tengslum
við nýja tíma og hentaði ekki alþýðu.
Lýðháskólinn danski
Ein leið til úrbóta í menntun alþýðu
voru lýðháskólarnir dönsku. jón jóns-
son aðils lýsti fyrirkomulagi þeirra
í grein sinni í Eimreiðinni. skólarnir
voru stað settir í sveit, á friðsælum stað,
gjarnan utan alfara leiðar. Þeir höfðu
ásýnd sveita heimilis, voru sjálfum sér
nægir um framleiðslu nauðþurfta, eins
og „fjöl skylda út af fyrir sig“.44 Á slíkum
stað byggðist kennslan á munnlegri
frá sögn og endaði jafnan í söng. sam-
hliða námi stunduðu nemendur líkams-
æfingar og vinnu, nutu hvíldar- og
skemmti tíma auk vakningarfyrirlestra.
Fyrir utan tilbreytingar ríkt, frjálst og
óþvingað lífið á skólunum má greina
tvennt sem jón taldi einkenna veruna
þar. Hið fyrra er innbrennsla andans í
nemendurna, hið síðara er jöfn uður,
þar sem náms menn og gestir – háir og
lágir – sitja saman undir fyrir lestrum
mið degis verðar borðsins.45 jón taldi
lýð háskólana hafa eflt sóma til finningu
nemenda. andans líf meðal alþýðu
á norður lönd unum hafi fyrir þeirra
tilstilli eflst og hún hlotið aukið sið-
ferðis þrek og sjálf straust,46 en það var
nákvæm lega það sem jónas sá fyrir sér
með íslenskum þjóð skóla í íslenskri
sveit. jón tók á einum stað fram að
Englendingar heim sæktu skólana og
leituðu í þeim for dæma fyrir menntun
verkamanna.47
Ekki er að efa að jónas ætlaði sér
að sækja bæði fræðslu og áhrif til eigin
fyrirhugaðs kennslu- og skólastarfs
í Þingeyjarsýslu, til lýðháskólans.48
Frelsið, andagiftin og fagurt samlífið
virðist þó hafa undan látið á því árabili
sem liðið var frá dvöl jóns j. aðils
á slíkum skóla á tíunda áratugi 19.
aldar.49 jónas varð fyrir vonbrigðum.
Það má ráða af grein um askov sem
hann ritaði í Eimreiðina árið 1909. Þar
taldi hann askov óðum vera að líkjast
hinum hefðbundnu „fróðleiks skólum“.
Hann væri að verða „að verk smiðju“
líkt og þeir. skólinn væri orðinn of
stór fyrir náið sam neyti og persónu-
leg kynni kennara og nem enda. Einnig
hefði reglu verk verið inn leitt, sem
hefti frjáls ræðið og fengi nem endur
upp á móti yfirboðurum en það voru
eðlileg við brögð við frelsis skerðingu,
að mati jónasar. náms greinar væru
kenndar á lítt eftir minnilegan hátt; á
náttúru sviðinu yfir skyggði eðlisfræðin
aðrar greinar, leikfimi kennslan, fyrrum
„eftilætis barn lýð skólanna“ væri léleg
orðin og „móður máls kennslan dauf“.50
af lýs ingum jónasar á dagskipan í
askov má ráða að dagurinn hefur
verið þétt skipaður kennslu stundum.
Þær hófust klukkan átta á morgnana
og stóðu með söng- og matar hléum
fram til sjö á kvöldin. Á íþróttir er ekki
minnst.51
Áhersla grundtvigs og þau áhrif sem
jónas taldi sig vera að sækja til askov,
að nema við alþýðlegan þjóðskóla, sem
tæki mið af lífinu í landinu, eðli þegn-
anna og þeim störfum sem landið byði
þeim í stað lær dóms hinna útvöldu
með erlendu sniði,52 – sú hugsjón
hafði að ein hverju leyti látið undan í
askov. Þegar líða fór á sumarið 1907
var jónas farinn í kennara há skólann í
Kaupmannahöfn.53
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 41 6/5/2013 5:18:41 PM