Sagnir - 01.06.2013, Page 42
43
jarð lögin, dýrin, jurtirnar, allt væri það
kann að á vett vangi í leiðsögn kennara
og af urðir bornar í hús, ytri einkenni
og innri samsetning jurta skoðuð allt
niður í efna samsetningu. Hver tegund
væri „athuguð í heild sinni, greind frá
öllum öðrum, ákveðin og vísað til sætis
eftir upp runa og ætterni, athuguð á mis-
munandi stigum aldurs og þroska“.64
Þannig væri náttúra jarðar undirsett
hinu vísinda lega rannsakandi auga og
flokkuð – rétt eins og nemendurnir
sjálfir við komuna til skólans.
Við kennslu erlendra tungumála
skyldi hin náttúru lega aðferð höfð að
leiðar ljósi – máltaka barna. Hið erlenda
mál væri numið „við að nota það, við
að tala ... og rita á því“, orðaforða væri
safnað og hann þjálf aður í nærumhverfi
hverju sinni.65 stærð fræðin í skólunum
ensku sprytti einnig „lifandi“ fram, úr
raun aðstæðum um hverfisins, þar sem
nem endur fengjust við reikninga skólans
og búsins.66 Ekki fæst betur séð en að í
skólun um ensku hafi kennsluaðferðir
verið í anda þess sem nýjast var, ein-
kunnar orð Deweys, „[n]ám í verki“ við
völd, og áhersla öll á að nemendur lærðu
með því að framkvæma á skipulegan
og mark vissan hátt.67 En hvaða ensku
skólar voru þetta?
jónas hafði komist á snoðir um
hina nýju ensku skóla í Kaupmanna-
höfn.68 Í umfjöllun sinni um þá nefndi
hann sérstaklega einn, skólann abbots-
holm sem stofnaður var árið 1889 af
„megin frumkvöðli hreyfingar innar“
eins og hann orðaði það,69 uppeldis-
frömuðinum Cecil reddie (1858–1932).
abbots holm, var samkvæmt lýsingum
jónasar einka skóli, sem einungis efna-
menn höfðu ráð á og með rými fyrir
hund rað læri sveina.70 skóli þessi var
aldrei sérstak lega sósíalískur líkt og
ruskin College, en náms fyrirkomulagið
var nýtt71 og sniðið í anda hins nýja
upp eldis. Um fjöllun jónasar um ensku
skólana virðist hafa verið miðuð við
þennan skóla. sá skóli sem jónas kynntist
hins vegar af eigin raun sem nemandi
Skólahúsið að Eiðum á Fljótsdalshéraði. Ljósmynd/Eyjólfur Jónsson
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 43 6/5/2013 5:18:45 PM