Sagnir - 01.06.2013, Síða 44
45
gegn áhrif um hins akademíska veldis
á menntun og eflingu alþýðu á eigin
for sendum. slíkt talaði beint inn í hið
íslenska alþýðuhjarta jónasar, sem
sjálfur hafði orðið fyrir höfnun af
hálfu adademíska veldisins, hroka þess
og ósveigjan leika.77 aðdáun jónasar á
Englendingum tók þar á sig þá glæstu
mynd, sem hann tjáir svo ríkulega í
Skinfaxaskrifum sínum. Hann einfald-
lega hefur hrifist af þeim, fundið í
hinum nýju skólum þeirra fyrir mynd
til að kynna Íslendingum. Eflaust
er það ekki síst vegna þess að jónas
taldi Eng lendinga hafa í þeim skólum
raungert þær hugmyndir sem honum
hugnaðist í hugmyndafræði mennt-
unar. Ekki er að efa að aðdáun hans á
Eng lendingum hafi einnig verið þeim
mun meiri eftir að vera nýsloppinn frá
Dönum en hann fann á eigin skinni,
bæði í askov og einnig í Kaupmanna-
höfn, fyrir litningu sem honum sveið. Á
fyrri staðnum vegna upp runa síns en í
höfuð borginni hryggðist hann yfir við-
horfi háskólagenginna samlanda sinna
í garð alþýðunnar almennt, sem þeir
höfðu litla trú á.78
Hugmynd jónasar um þjóðskólann
vísaði til þjóðskólahugmyndar jóns sig-
urðs sonar. Fyrirmynd hans var einnig
lýð háskólinn í askov og ensku skólarnir.
Báðar þær erlendu skólafyrirmyndir
störf uðu í sveita umhverfinu og vildu
efla al þýðu til fram fara, enda voru
áherslur upp eldis frömuða gjarn an
tvíþættar; að draga úr óhollum áhrifum
borgar menn ingar nútíma samfélagins,
eða að þroska einstak linginn – alla
þegnana – á þann hátt sem þeim sem
lífverum væri eðlilegt og gera þá hæfa í
nýju sam félagi. Á Englandi taldi jónas
sig sjá hin nýju upp eldis vísindi í verki,
þar sem at hafna þrá fengi notið sín.
Þetta var uppeldi sem hann, hug fanginn
af verkhyggjunni, vildi sjá fyrir íslenska
alþýðu.
Samantekt
Hér var ætlunin að leita svara við því
hvaða erlendu áhrifum jónas hafi orðið
fyrir og hvernig þau mótuðu viðhorf
hans til mennta mála. Þjóðskóli hans var
gamli tíminn – hefð heimilisfræðslunnar
– gengin í endurnýjun lífdaga en nú í
skóla kerfi sem brætt hafði verið saman
við nýja uppeldis fræði. Þau fræði höfðu
nú traustan bakhjarl í vaxandi fræði-
grein, sál fræðinni. Þau gegnsýrðu tíðar-
and ann og veittu andsvar við stöðnuðu
kerfi embættis mannaskólans og for-
réttinda aðgangi æðri stétta að hinni
marg umtöluðu menntun. slíkt var himna-
sending fyrir jónas, sem hafði orðið
fyrir höfnun frá því óréttláta kerfi. Heiti
skólans var einnig ætlað að aðgreina
hinn íslenska skóla frá þeim danska
– lýð háskólanum. Hann hafði valdið
jónasi persónulegum vonbrigðum og
einnig átt erfitt uppdráttar á Íslandi,
í aftur halds sömu umhverfi sem helst
vildi sjá fræð slu almennings komið
fyrir innan veggja heimilisins. Þjóðskóli
jónasar var lýð háskóli í íslenskri mynd.
Frá sýn sinni á hann kvikaði jónas ekki
næstu áratugina.79
stjórnendur askov og nýju verka-
manna skólanna ensku vildu efla
alþýðu, ekki auka þekkingu hennar
fyrst og fremst heldur fremur móta
hana og hemja og inn ræta henni
þá hugmyndafræði sem að lá baki
skólunum. askov stefndi að því að gera
hana þjóðholla en ensku verka manna-
skólarnir vildu gera alþýðu menn færa
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 45 6/5/2013 5:18:47 PM