Sagnir - 01.06.2013, Qupperneq 45
46
um pólitíska þátttöku og virkni í nýju
samfélagi en forðast í lengstu lög að
alþýðan yrði of róttæk, sam félaginu
og stöðugleika þess til tjóns. Í askov
voru náin tengsl kennara og nemenda
á fallanda fæti. Bæði þar og í ruskin
College var regluverk hefðar innar í
uppsiglingu. Það mislíkaði jónasi. náin
tengsl og mótun í orði og æði var það
sem hann vildi halda í. Í þjóð skólum
var ekki síst þörf á að leiða æsku þétt-
býlisins, hafa þar eftirlit með foreldrum
og leiðbeina þeim. Þar voru siðgæði,
styrkur og hollar venjur efst á stunda-
skránni. Þjóðskólarnir áttu að tryggja
við reisn þjóðar á tímamótum. Við þá
endur reisn skyldi tryggja rétt lætið og
„lyfta upp allri þjóðinni“, en ekki bara
fá mennum hluta hennar.80
Líklegt má telja að reynsla jónasar
úr ruskin College hafi enn aukið sann-
færingu hans fyrir því að menntun alþýðu
þyrfti að hafa á sér annað snið en hið
hefð bundna og að alþýða fengi að vera í
friði með það fyrirkomulag fræðslu sem
hún kysi að afla sér. samt þyrfti hún
leið sögn, þá réttu, ekki að ofan heldur að
innan, leiðsögn studda réttum fræðum.
Faglega fyrirmynd þjóðskólans virðist
jónas hafa fengið í fyrirkomulagi því
sem ríkti í abbotsholm og var gegn sýrt
af vísinda- og verkhyggjunni og ný stár-
legum hugmyndum um uppeldi barna.
nokkuð sem var í hróplegri mót sögn
við vanburðugt og vanþróað fræðslu-
umhverfi á Íslandi. jónas vildi hafa
hönd í bagga með menntun alþýðu, líkt
og stjórn völd í Bretlandi stefndu einnig
að. Báðum virðist mótunin hugleikin –
til for varna.
jónas vildi verða menntamaður en
reglu verk hefðar innar hafnaði honum.
Ekki er ólíklegt að það hafi eflt hann í
að skáka kyrr stöðunni, aukið róttækni
hans og harða orðræðu. Hún náði há-
marki í skrifum hans árið 1914 þegar
sífellt skýrari línur stétta skiptingar á
grunni ólíkra hagsmuna voru dregnar
upp. Ári síðar hafði ritstjórinn róast og
raun sæjar að gerðir úrbóta voru kynntar.
stjórn mála maðurinn var þá tekinn við.
Tilvísanir
1. „Mentamálin“, Skinfaxi 6:3 (1915),
bls. 25-26. (allar beinar tilvitnanir í texta
jónasar eru hér ritaðar stafréttar).
2. j.j., „Dagarnir líða“, Skinfaxi
4:12 (1913), bls. 91–92.
3. Tíðindi frá Alþingi Íslendinga. Fyrsta þing 1.
júlí til 5. ágúst 1845. reykjavík 1845, bls. 40–42.
4. „Mentamálin“, Skinfaxi 6:3 (1915), bls. 26–27.
5. Almenningsfræðsla á Íslandi 1880–2007 i.
Skólahald í bæ og sveit 1880–1945. ritstj. Loftur
guttormsson. reykjavík 2008, bls. 47 og bls. 21.
6. sá fyrsti á Eyrarbakka árið 1852 og
í reykjavík 1862, sjá í: Almenningsfræðsla á
Íslandi 1880–2007 i, bls. 56 og bls. 58.
7. jörgen L. Pind, Frá sál til sálar.
Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar
sálfræðings. reykjavík 2006, bls. 175.
8. Almenningsfræðsla á Íslandi 1880–
2007 i, bls. 59 og bls. 65. Og í: jörgen L.
Pind, Frá sál til sálar, bls. 216–219.
9. ólafur rastrick, „Lestrarkennsla
og ritþjálfun í barnaskólum og alþýðlegum
framhaldsskólum 1880-1920“, Alþýðumenning á
Íslandi 18301930. Ritað mál, menntun og félagshreyfingar.
ritstj. ingi sigurðsson og Loftur guttormsson.
reykjavík 2003, bls. 96 og bls. 112–113.
10. Almenningsfræðsla á Íslandi
18802007 i, bls. 80 og bls. 83.
11. athyglisvert er að helsti talsmaður
heimafræðslunnar og formaður þeirrar nefndar sem
fjallaði um frumvarpið 1905 og tafði lögfestingu þess
til 1907, var Björn M. ólsen, rektor Menntaskólans
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 46 6/5/2013 5:18:47 PM