Sagnir - 01.06.2013, Page 51
52
Má þá búast við að það verði
stjórnsýslulegur hausverkur
fyrir ríkisstjórina að skipta
þessu svona upp?
Guðmundur: Við verðum náttúrlega
að átta okkur á því að innan ráðuneytanna
er gífurlega mikil fagþekking og fólk
hjá mennta málaráðuneytinu er búið að
vinna í þessum málum í gegnum margar
ríkis stjórnir. Minn grunur er sá að þessi
fagvinna komi til með að fara fram á
sama stað og áður en að flutningurinn
verði frekar táknrænn þar sem forsætis-
ráðuneytið er frekar lítið ráðuneyti. Því
er ekki víst að í daglegu starfi verði mikil
breyting, þótt erfitt sé um það að spá.
Ragnheiður: Í stjórnarráðslögunum,
eins og þau voru framkvæmd í tíð
fráfarandi ríkisstjórnar, var gert ráð fyrir
því að forsætis ráðuneytið væri fyrst og
fremst ráðu neyti verkstjórnar. Það má
því hugsa þetta pósitíft og segja að þessi
stefnuyfirlýsing og sú ákvörðun að færa
þessi mál undir forsætisráðuneytið sé
bara til merkis um að þetta séu verkefni
sem verk stjórinn, þ.e.a.s. forsætis-
ráðherra, ætlar sérstaklega að einbeita
sér að þó að hann muni áfram nýta sér
fagþekkingu í mennta- og menningar-
mála ráðuneytinu. Ef svo er – ef það á
að leggja sérstaka áherslu á að stýra ein-
hverri góðri verkefna vinnu á þessu sviði
– þá held ég að við hljótum að vera
óskaplega kát yfir þessu. En við eigum
bara, eins og ég sagði áðan, eftir að sjá
hvernig þetta verður útfært.
Guðmundur: Þessi stefnuyfirlýsing
er reyndar óvenju loðin og það stafar
sennilega af því að það eru miklir
óvissu tímar fram undan. Ýmsu var lofað
í kosningabaráttunni sem ekki verður
auðvelt að standa við og hefði aldrei
verið auðvelt að standa við. stjórnar-
liðar gera sér grein fyrir því. að því
leytinu til er betra að hafa þetta loðið.
Varðandi menningaráherslu sáttmálans
fara ákveðnir þættir fyrir brjóstið á
mér. Ég tel t.d. ekki að menningu eigi
að vernda. Það er hið versta sem hægt
er að gera fyrir menningu. Menning
er lifandi fyrirbæri sem þarf að hafa
ákveðinn jarðveg til að vaxa í. Það
er hægt að hlúa að menningu, styðja
við hana og gefa henni tækifæri til að
blómstra en þú verndar hana ekki. Þú
verndar ekki tunguna því þá er, eins og
ragnheiður sagði, farið að líta á tunguna
sem eitthvert óbreytanlegt fyrirbæri. Öll
tungu mál breytast og það vita allir sem
vinna með þessi fyrirbæri.
Ragnheiður: Það er verið að setja
einhverja stemningu í fyrsta hluta
stefnu yfir lýsingar innar. Hún er ólík
fyrri sátt málum, eins og guðmundur
bendir á, og þá sérstaklega sáttmálanum
frá 2009 sem var mjög ítarlegur. Hann
var svona verkefna listi sem síðan var
mark visst unnið eftir. sáttmálar sem
voru gerðir fyrir þann tíma voru styttri
og kannski svolítið loðnari þannig að
þetta er svona sam bland eldri hefðar
og þeirrar breytingar sem mörkuð var
með sátt málanum 2009. Það má gera
ráð fyrir að formenn stjórnarflokkanna
hafi viljað hafa hann svolítið langan en
ekki viljað hafa eins skýr mál þar inni.
Þeir hafa kannski dregið lærdóm af því
sem talin voru mistök hjá jóhönnu og
steingrími að lofa of miklu sem þau
gátu svo ekki staðið við. Ég hef þó á
tilfinningunni að einungis sé fyllt upp í
lengdina með stemningsatriðum.
Guðmundur: Út frá sagnfræðilegu
sjónarmiði má greina ákveðinn anda í
þessari stemningu sem vísar mjög ákveðið
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 52 6/5/2013 5:18:51 PM