Sagnir - 01.06.2013, Page 52
53
til þriðja og fjórða áratugar síðustu
aldar, ekki síst ungmennafélaganna, og
það að sáttmálinn var undirritaður á
Laugarvatni er engin tilviljun. Mér fannst
það mjög athyglisvert. Ég veit ekki
hvernig þetta snerti Bjarna Benediktsson
en þeir sem þekkja til sögu þriðja og
fjórða áratugarins vita að fór eins
mikið í taugarnar á sjálfstæðismönnum
og einmitt þessi héraðsskóli á
Laugarvatni, sem bar vott um allt það
sem sjálfstæðismönnum fannst vont
við stefnu Framsóknarflokksins. Það
má líka greina tilhneigingu í þessari
stefnu yfir lýsingu til að vilja hverfa aftur
til aldar sakleysisins þar sem litið var á
fánann, ungmenna félögin, landið og
tunguna sem sameinandi öfl sem áttu
að leiða þjóðina til að vinna saman. Í
síðasta stjórnar sáttmála var reyndar
einnig lögð áhersla á breiða samstöðu
en við vitum nú hvernig það fór.
Ragnheiður: Það kemur þó úr
svolítið annarri átt núna. Þessi áhersla
á að þjóðin vinni saman; þetta er
vísun í heildarhyggju. Það kom fram
í kosninga baráttunni í málflutningi
sigmundar Davíðs að hann liti svo á að
þjóðin ætti sameiginlegra hagsmuna að
gæta og hann væri á móti því að stilla
stjórn málum upp sem baráttu ólíkra
hagsmuna afla. Þetta vísar mjög til þess
hvernig talað var á þjóðernislegum
nótum á fyrri hluta 20. aldar. stjórnmálin
áttu ekki að vera hagsmunabarátta ólíkra
stétta því það gekk gegn hugmyndinni
um að þjóðin myndaði eina heild og
ætti sameiginlegra hagsmuna að gæta.
slík þjóðernis hyggja sveif yfir vötnum
í kosninga baráttunni og það rann allt
í einu upp fyrir mér að ég kannaðist
við lógóið sem Framsóknarflokkurinn
notaði í kosninga baráttunni. Þegar ég fór
að skoða það betur að sá ég að það var
eins og lógó ungmennahreyfingarinnar.
Guðmundur: Það er áhugavert að
sjá út frá sagnfræðilegu sjónarmiði
hve ákveðið stjórnarsáttmálinn hafnar
andrúms lofti svo kallaðrar „nýfrjáls-
hyggju“ síðustu ríkis stjórnar sjálfstæðis-
og Fram sóknar flokks. Þetta er örugg-
lega með vituð tilraun og sjálfsagt
sprottin undan rifjum framsóknar-
manna en það er áhugavert að sjá hvað
sjálf stæðis menn hafa verið tilbúnir að
láta yfir sig ganga.
Ragnheiður: já, það er spurning
hversu spenntur sjálfstæðisflokkurinn
er fyrir því að endur skrifa sögu sína á
þennan hátt. Ég held að það sé bara
miklu flóknara því hann hefur ekki
alveg jafn frjálsar hendur við að endur-
skrifa sögu sjálfstæðisflokksins eins og
sigmundur Davíð hefur við að endur-
skrifa sögu Framsóknarflokksins.
Má þá líta á þessa áherslu
Framsóknarflokks á söguna
og menninguna sem hluta af
viðleitni til þess að hverfa aftur til
hins gamla Framsóknarflokks?
Guðmundur: já, þetta er ákveðin
tilraun. Það er mjög skiljanlegt að þeir
vilji þurrka út tímabilið frá a.m.k. 2003
til 2007 og kannski alveg frá 1995 til
2007. auðvitað vilja báðir flokkarnir
gleyma hlut sínum í hruna dansi þessara
ára, eða alla vega að kjósendur gleymi
honum. Það er sú stemning, eins og
ragnheiður talaði um, sem er verið að
skapa þarna.
Ragnheiður: Við sjáum strax á fyrstu
dögum þessarar ríkisstjórnar hvað það
gengur illa, því þó að við kjósendur
og sam félagið í heild kannist við þessa
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 53 6/5/2013 5:18:51 PM