Sagnir - 01.06.2013, Page 53
54
stemningu, þá er frjáls hyggju útgáfan af
Fram sóknar flokknum ferskari í minni
kjósenda. Það á líka við um áherslu
flokksins á virkjanir, einkavæðingu og
það allt saman, sem olli því að hann
lenti í pólitískum vandræðum, sem svo
aftur veldur því að um leið og hann
ætlar að hrinda einhverju í framkvæmd
sem minnir á þetta dúkkar sú minning
mjög sterkt upp. Það á eftir að reynast
flokknum erfitt þegar fram líður að
skrifa sig algerlega frá þessum tíma.
Guðmundur: Báðir þessir flokkar
standa auðvitað að einhverju leyti fyrir
gömul þjóð ernis gildi og eru báðir
sprottnir upp úr stjórn málum sjálfstæðis-
baráttunnar. sjálf stæðis flokkurinn heitir
jú sjálfstæðis flokkurinn. Ef við berum
saman þessa stefnuyfirlýsingu og fyrri
tíma má benda á að Davíð Oddsson lét
skrá setja sögu forsætisráðherra og hafði
áhuga á henni en vísanirnar eru ólíkar.
Davíð vísaði í Hannes Hafstein en hér
er vísað í ungmennafélögin. Það er
verið að vísa í mismunandi rætur þeirra
þjóðernis goðsagna sem Íslendingar
hafa verið að vinna með fram á þennan
tíma. annars vegar er það ungmenna-
félags andinn sem var nátengdur
samvinnu hreyfingunni á meðan hún var
og hét og hins vegar frumkapítalisminn
á Íslandi og það sem mætti kalla
embættismannaþjóðernisstefna sem
Hannes Hafstein er fulltrúi fyrir.
Ragnheiður: sem minnir okkur á
það, svo við komum aftur að því sem
ræddum áðan um verkaskiptingu milli
forsætis- og menntamálaráðuneytis, að
í forsætis ráðherratíð Davíðs Oddsonar
voru ákveðin verkefni tekin inn í
forsætisráðuneytið, t.d. Þjóðmenningar-
húsið og Vesturfara setrið ef ég man rétt.
Þannig að þetta er ekki glæný hugmynd
en hún er útfærð með formlegri hætti
núna heldur en þegar Davíð var við
völd.
Guðmundur: nú er þó rætt meira
um almennar stofnanir frekar en einstök
verkefni.
Hvað finnst ykkur um orðalagið
„merka sögu“? Er ekki
svolítið gildishlaðið að hafa
það í stefnuyfirlýsingu?
Ragnheiður: saga allra samfélaga er
merk í sjálfu sér þannig að það er ekkert
rangt að halda því fram að íslensk saga
sé merk. Hún er merk alveg eins og saga
Færeyja er merk og saga grænlands
o.s.frv. Þó er svolítið verið að gefa í
skyn að hún sé merkari en saga annarra
landa. Manni gæti dottið það í hug
þegar maður les þetta og það held ég að
standist ekki skoðun.
Guðmundur: Það er líka þetta með
að auka virðingu, hvernig gerirðu það?
Eigum við að endurskrifa söguna?
Eigum við að gera hana enn glæsilegri?
Ragnheiður: Hugsanlega má þó
segja á pósitífískum nótum að þarna
liggi að baki hugmynd um mikilvægi
þess að þekkja til sögu landsins. Ef
grunn hugmyndin er að þekkja sögu
landsins, og þá sérstaklega í samhengi
við sögu annarra þjóða, þá hljótum við
sem sagn fræðingar að taka undir að það
sé mikil vægt og gott. Við hefðum þó
orðað það öðruvísi.
Guðmundur: Það er samt líka hægt
að lesa í þetta þannig að það eigi ekki
að auka virðingu fyrir „ómerkari“
sögu landsins. Það er eins og taka eigi
einhverja þætti úr sögu landsins, þá
sjálf sagt handritin og sögurnar eins
og venjulega, og auka virðingu fyrir
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 54 6/5/2013 5:18:51 PM