Sagnir - 01.06.2013, Page 56
57
Íþróttasaga og íþróttir hafa lítið ver ið rann sakaðar af íslenskum fræði mönn um á hug- og félags vís-
inda sviði. Vissu lega hafa verið skrifaðar
nokk rar greinar og ritgerðir en þær
eru yfir leitt mjög afmarkaðar og fjalla
oftast um upp haf eða þróun í hinni
eða þessari íþrótta grein. Það eru algeng
hvers dags sann indi að íþróttir séu bara
leikur og áhuga mál sem séu ónæm fyrir
utan að kom andi áhrifum í sam félag inu.
Þetta við horf endur speglast hvað best í
skrifum um íþróttir. Megnið af útgefnu
efni um íþrótta sögu mætti flokka sem
lýs andi sagn fræði og fáir höfundar gera
til raun til að komast undir yfir borð
iðkenda, ártala og marka tölu. Í þessari
grein verður klórað aðeins í yfirborð
íþrótta, þjóð ernis, karl mennsku og
íþrótta iðkunar kvenna á fyrri hluta 20.
aldar.1
Íþróttir, endurreisn og gullöld
Flestir sagn- og félagsfræðingar eru
sam mála um að íþróttir geti gegnt mikil-
vægu hlutverki í myndun og mótun
hug mynda um þjóðarímyndir og séu
oft á tíðum ein skýrasta birtingarmynd
rík jandi viðhorfa um þjóðerni.2 Þegar
íslensk íþróttahreyfing var að myndast
á árunum eftir aldamótin 1900 höfðu
íþrótta hreyfi ngar víðast hvar á Vestur-
lönd um slitið barnsskónum og voru
tek nar að stofnana- og alþjóðavæðast.
sú alþjóðavæðing fólst fyrst og fremst
í alþjóð legum stórmótum og ólympíu-
leik um og gaf íþrótta hreyfingum hvers
lands nýtt og áður óþekkt vægi. nú gat
íþrótta fólk keppt sem fulltrúar sinna
landa á er lendum vettvangi og árangur
þess var jafn framt árangur þjóðarinnar.
Þessi breyting varð til þess að stórauka
vin sæld ir íþrótta, sem og skapa nýjan
vett vang í alþjóðasamskiptum. Þessi
nýja vídd íþróttaiðkana skapaði líka rými
fyrir póli tík og valdabaráttu.3 Upphafsár
20. ald ar á Íslandi einkenndust mjög af
um ræð um um þjóð, þjóðerni og hvað
það fæli í sér að vera Íslendingur. Hug-
myndir um endurreisn íslensku þjóðar-
innar með til vísun í svo kallaða gullöld
þjóð veldis tímans voru alls ráðandi og
áttu stór an hlut í að móta sjálfstæðis-
barátt una. For kólfar og hug mynda-
smiðir sjálf stæðis baráttunnar litu svo á
að glæst for tíð þjóð ar innar væri sönnun
þess að sjálf stæði væri forsenda fram-
fara.4
tenging þjóðernis og íþrótta á
norður löndum átti sér sterkar rætur í
grund tvig-hreyfi ngunni sem var fyrir-
mynd ung menna félaganna. Hinn danski
grund tvig var einn helsti hugmynda-
smið ur dansk rar þjóðernis vitundar á
19. öld. Hann leit mjög til Íslands þegar
hann var að smíða kenningar sínar um
danskt þjóð erni og kallaði íslenskt mið-
alda samfélag „eitt af stærstu undrum
mið alda.“5 jón aðils, fyrsti sagn fræði-
kennarinn við Háskóla Íslands, tók
í svip aðan streng þegar hann taldi
að menn ing Forn-grikkja og íslensk
menn ing á „sjálf stjórnar og þroska-
tíma bilinu“, eins og hann kallaði þjóð-
veldis öldina, væru hápunktar evrópskar
menningar.6
Á Íslandi spratt upp umræða um
hvað það táknaði að vera Íslendingur í
kjölfar iðn- og borg væðingar og þess að
Ísland þróaðist úr hjálendu í fullvalda
ríki.7 Á sama tíma og þjóð ernis goð-
sagnir8 urðu til varð líka til hug myndin
um íþrótta manninn sem var eins konar
aukaafurð af þessum goð sögnum og
hugmyndum aldamóta kyn slóðarinnar
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 57 6/5/2013 5:18:55 PM