Sagnir - 01.06.2013, Page 57
58
um þjóð og þjóðerni.
Hugmyndafræði íslenskra íþrótta-
manna og for kólfa um sjálfa sig og hlut-
verk sitt var sniðin eftir hugmyndum
og sögu skoðun þjóðernis hyggjunnar.
Íþrótta maður aldamóta kynslóðarinnar
átti að vera steyptur í mót grettis,
gunnars á Hlíðar enda, Kjartans og fleiri
kappa og skyldi vera boð beri Íslands og
íslenskrar menningar innan lands sem
utan. Hug myndin um íþrótta manninn
varð fljótt eins konar snerti flötur nútím-
ans við hetjur fortíðar.
Margir af stofnendum íþróttafélaga
töldu að íþróttaáhugi og ástundun væri
hluti af því að vekja þjóðina af alda-
löng um svefni. Var þá óspart gripið til
orð ræðu þjóðernishyggjunnar og hug-
mynd anna um „gullöldina“ og jafnvel
rætt um endur reisn íþrótta og líkams-
hreysti í landinu.9
Menntastétt landsins hafði ákveðnar
hug myndir um hlutverk íþrótta innan
þjóð rík isins. Árið 1908 kom út bókin
Íþróttir forn manna eftir Björn Bjarna son
sem var doktors rit hans í norrænum
fræð um við Kaupmannarhafnar há skóla
og var eins konar samspil hug mynda
um þjóð erni, gullöld og íþróttir. Bók in
er greinargóð lýsing á íþróttum og hvers
kyns íþrótta iðkunum sem koma fyrir í
forn sögunum. Í formála bókar innar
hvetur Björn lesendur til að taka sér
hinar fornu hetjur til fyrir myndar, iðka
drengi legar og heilbrigðar íþróttir því
aðeins þannig verði þjóðin í stakk búin
til að ganga í fjölskyldu frjálsra og sjálf-
stæðra þjóða.10 Skinfaxi, tímarit Ung -
menna félags Íslands, mærði rit Björns í
hví vetna, sem og Þróttur, tímarit Íþrótta-
sam bands Íslands (ÍsÍ). Þessi beinu
tengsl milli íþrótta iðkana, sjálf stæðis og
forn sagna urðu að eins konar leiðar-
stefum sem endur ómuðu í opin berri
um ræðu um íþróttir og gildi þeirra.
Björn var sann færður um gildi
íþrótta. Í grein sem hann birti í Skírni
árið 1909 út skýrði hann nánar af-
stöðu sína til íþrótta, heil brigðis og
upprisu mann sandans og dró ekki í efa
að Íslendingar hefðu á liðnum öldum
horfið ofan í svartnætti en nú væri tími
upp risu fyrir höndum.
Þjóðin getur vaknað til viður kenn-
ingar um, hvernig ástatt er fyrir henni,
og mjög má hún þá vera að þrotum
komin, ef hún reynir ekki að snúa við
aftur upp eftir og bjarga sér frá tor-
tím ingunni, er gín niðrundan.11
Hugmyndir sem þessar voru íslensk um
mennta mönnum af aldamóta kyn slóð-
inni ákaflega hug leiknar en Björn var
líka íþrótta sinnaður og í hans huga gátu
íþróttir spornað við þessari tor tím ingu.
Björn tók í sama streng og grund-
tvig og jón aðils og leitaði að tengingu
milli forn-grísks samfélags og íslensks
þjóð veldis samfélags. taldi hann að
áhersla á íþrótta iðkun og líkams mennt
hefði verið einn af þeim þátt um sem
gerði þessi tvö sam félög að menningar-
samfélögum og af bragði annarra
þjóða. Eftir tíma Forn-grikkja hafi svo
íþrótta iðkun og íþrótta menn ing fallið í
dvala í Evrópu og ekki vak nað aftur fyrr
en með víking unum. Enn fremur taldi
hann að:
[L]eikfimin væri til þess kjörin, að
endur heimta hið horfna menningar-
jafn vægi kynþáttanna, að skapa
líkams þrótt, er vera mætti andlegu
menn ing unni traustur bakhjarl, að
vekja karl menn sku þor og lífslöngun,
er vega mætti á móti kveifarskap og
lífs leiða.12
Benedikt Waage, formaður ÍsÍ, var
sam mála Birni um hlutverk íþrótta sem
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 58 6/5/2013 5:18:55 PM