Sagnir - 01.06.2013, Page 58
59
þjóðar bæt andi afls. Í stjórnarsetu sinni
innan ÍsÍ hafði Benedikt veg og vanda
af því að gefa út tvær bækur sem lutu
að íþrótta iðkun. annars vegar Sundbók
ÍSÍ sem kom út árið 1920 og hins vegar
Heilsufræði handa íþrótta mönnum sem kom
út árið 1925. Í for mála bókanna fór
Benedikt ekki leynt með skoðun sína
á áhrifamætti íþrótta og getu þeirra
til að stuðla að endur reisn íslenskrar
menningar með sagna arf þjóð veldis-
tímans til hliðsjónar. Í for mála að sund-
bókinni skrifar Bene dikt:
En óðar en íslenzk menning reis aftur
upp frá dauðum, tóku menn að nýju
að leggja stund á þessa fegurstu íþrótt
feðra vorra og festu hugann við sund-
frægð þeirra Kjartans ólafssonar og
grettis Ásmunds sonar. 13
Í Heilsufræði handa íþróttamönnum var
slegið á svipaða strengi. niðurlægingar-
tíma bil þjóðarinnar var reifað og upp-
gangur íþrótta settur í samhengi við
sjálfstæðis bar áttuna. 14
smám saman fóru blöðin að veita
mál stað num athygli. Mörg hver kom ust
að sömu niður stöðu og Bene dikt Waage
og Björn Bjarnason og flétt uðu gjarnan
saman hug myndum um þjóð erni, gull-
öld og íþróttir og settu fram farir eða
sigra í íþróttum í sam hengi við endur-
reisn þjóðarinnar og sjálf stæðis málið.
sem dæmi má nefna frá sögn Ing ólfs af
glímu sigri jóhannesar á Borg á austan-
manninum Flaanten árið 1907:
Hinir fornu Íslendingar voru hinir
mestu íþróttamenn, en nú hefir slíkt
legið í kalda koli öldum saman [...] En
á síð ustu árum hafa menn lagt nokkra
stund á íþróttir. Viljum vér vona að
þessi sigur Íslendingsins sé fyrirboði
nýrrar gull aldar í íslenzkum íþróttum.
Er oss gott að vita slíkt, því að ekkert
vekur betur þjóðarmetnað, en hans er
oss nú full þörf.15
Yfirlits- og safnrit gefin út á vegum
íþrótta félaga hafa tekið upp þessa klisju
og gert hana að stefi í umfjöllun um
íþrótta sögu. Í riti sem kom út árið 2007
telur höf undur að við horf úrtölu manna
til til tekins íþrótta ferða lags mætti rekja
til „niður lægingar tíma bils Íslendinga á
mið öldum.“16 Morgun blaðið sló á svipaða
strengi árið 1999 í grein sem rifjaði
upp Ev rópu meist ara titla gunnars
Huseby, hann var sagður vera tákn-
mynd Íslendinga sagn anna, sigur hans
hafi styrkt þjóðar ein inguna og sigrar
hans hefðu verið það sem hið unga lýð-
veldi þurf ti til að undir strika að það ætti
erindi í sam félag sjálf stæðra ríkja.17
Íþróttir sem þjóðbætandi afl
Það voru ekki bara fræðimenn á borð
við Björn Bjarnason sem voru sann-
færð ir um hlutverk íþrótta sem sam-
ein ingar tákns. Íþróttamennirnir sjálfir
höf ðu mikla trú á íþróttum sem þjóð-
bæt andi afli. jóhannes jósefsson, síðar
kenndur við Borg, stofnaði Ung menna-
félag akureyrar, sem var fyrsta ung-
menna félag landsins, árið 1906. Hann
hafði stórar hug myndir um hlutverk
ung menna félaganna og tilgang þeirra.
Við ætluðum ungmennafélögunum
stórt hlut verk í þjóðlífinu. Þau áttu
hvorki meira né minna en að endurvekja
reisn þjóð veldistímabilsins, verða afl-
vaki allra dáða og skóli þjóðlegra
mennta, andlegra og veraldlegra. Þar
átti að ala upp forystulið þjóðar-
innar, hámenntaða menn í hinum nyt-
söm ustu fræðum og þraut þjálfaða í
íþróttum. Fyrir anda ungmenna félags-
hreyfi ngar innar áttu þessir menn að
verða svo ein lægir og sjálf hyggju lausir
ætt jarðar vinir, að launin skiptu þá
engu máli, heldur aðeins það að vinna
þjóð sinni gagn. Ungmenna félögin
áttu að verða vermi reitur hreinnar
íslenzkrar tungu og í túni þeirra skyldu
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 59 6/5/2013 5:18:55 PM