Sagnir - 01.06.2013, Blaðsíða 63
64
an taldar ein skýrasta birtingar mynd
hennar. almenna út skýringin er sú að úr
því að íþróttir voru fyrst og fremst vett-
vangur karla og karl mennsku útiloki það
konur frá þátt töku og áhrifum. innan
íþróttanna hafi karl mennska og kven-
leiki ávallt verið tvö ólík fyrirbæri sem
ekki gátu átt saman en ekki tvö sjálf stæð
hugtök sem hvorugt útiloki hitt. rauði
þráður inn í allri baráttu íþrótta kvenna
hefur nær alltaf snúist um að kven leiki,
eða það sem kven legt þyki, þurfi ekki að
úti loka karl menn sku og að bæði þessi
hugtök geti átt heima innan íþrótta.37
Karlmennskuhugmyndir íslenskrar
íþrótta hreyfingar við upphaf 20. aldar
voru einnig tengdar við hetjur fornaldar,
enda átti hin glæsta gullöld að fylla hina
ungu íþrótta menn eldmóði og hvetja þá
til af reka, eins og bækur og greinarskrif
Björns Bjarna sonar sýna. ritstjórar og
blaða menn fundu fljótt snertiflötinn
milli hug mynda um íslenskt þjóðerni,
gull öld, íþróttir og karlmennsku, líkt
og blaða maður einn skrifaði í Ingólf árið
1913 þar sem hann mælti með því að
Íslendingar legðu meiri rækt við íþróttir
með eftirfarandi orðum:
En eigi er það heimtanda af hverjum
manni, að hann sé jafnoki grettis. En
hitt má hver maður gera, sem margir
ungir menn leggja nú í vana sinn, að
auka sjálfum sér áræði og karlmennsku
[...]allir áhugasamir íþróttamenn
temja sér karl mennsku.38
grettir varð eins konar leiðarstef í um-
fjöllun um sund á fyrstu tveimur ára-
tugum 20. aldar, á meðan íþrótta menn
á þurru landi litu frekar í átt til gunnars
og skarphéðins eftir fyrir myndum um
karl mennsku og hreysti.
Þessi samþætting íþrótta og karl-
mennsku ýtti kvenna íþróttum út á jaðar-
inn. Því var kast ljósinu sífellt beint að
pilt unum og þeir einokuðu völlinn bæði
í eigin legri og óeiginlegri merkingu. Í
því sam hengi mætti vísa til orða guð-
mundar Björnssonar land læknis við
set ningu á íþróttamóti í tilefni 17. júní
árið 1917 þegar hann sagði í setningar-
ræðunni að
„íþróttirnar stæla vöðvana, styrkja
heilsuna, magna kjark og áræðni;
drengir nir okkar sem alast upp á
íþrótta vell inum, þeir eru manna
lang líklegastir til að nema land á ný,
elska landið, græða land ið, ganga þar
fram sem erfiðast er, og ber jast með
hnúum og hnefum“.39
Landlæknir virtist sannfærður um
hlut verk íþrótta sem hluta af endurreisn
lands og lýðs. Enn fremur var hann ekki
í vafa um að þetta hlutverk íþróttanna
væri karl mönnum einum ætlað. Land-
læknir var þó ekki einn um þessa skoðun
því íþrótta félögin tóku hana líka upp.
Í um fjöllun um fimleikasýningar Ír í
Vísi árið 1926 kom fram að í kjölfarið
af sýningunum gæfist ungum mönnum
nú tækifæri til þess að ganga í félagið
og leggja hönd á viðreisnarstarf þeirra
manna, sem vilja efla hreysti og heil-
brigði þjóðarinnar. 40
Konur voru ekki eingöngu jaðar-
settar með orða lagi því samneyti við
þær var talið bein línis verið skaðlegt
árangri. Í grein norska þjálfarans
reidars tönsberg um veg og takmark
íþrótta mannsins kom fram ein kenni legt
við horf í garð kvenna. Upp haf greinar-
innar var eins konar stefnu yfir lýsing
töns bergs um allra handa ávinn ing
íþrótt anna fyrir land og þjóð og hver nig
íþróttir væru máls staður sem ein ing átti
að ríkja um.
Í seinni hluta greinarinnar þrengdi
hann efnistök sín og ræddi íþrótta-
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 64 6/5/2013 5:18:59 PM