Sagnir - 01.06.2013, Page 67
68
sem var sú stærsta sinnar tegundar í
Evrópu. Í kjölfarið var farið þess á leit
við hópinn að hann sýndi í Lon don á
heim leiðinni og varð úr að flokkur inn
sýndi í tottenham Court road.50 Í raun
má segja að fimleika stúlkur Ír hafi verið
með allra fyrsta íslenska íþrótta fólkinu
sem náði árangri á alþjóð legan mæli-
kvarða, því varla er hægt að segja að
glímu mennir nir sem kepp tu við sjálfa
sig í íþrótt sem enginn kunni skil á hafi
sýnt mikinn árangur þar sem saman-
burður var enginn. Engu að síður hafa
fimleika ferðir íslenskra kvenna farið
lágt í íslenskri íþrótta sögu og það skyldi
engan undra sé tekið tillit til þeirrar karl-
lægu sjálfs myndar sem íþrótta hreyfingin
dró upp af sjálfri sér.
sá árangur sem náðist var umfram
allt helg aður kennara stúlknanna, Birni
jakobs syni. Hann var sagður hafa
„vakið hrifn ingu ann arra kennarra,“51
borið hróður íslenskra fim leika út fyrir
land stein ana og öðlast virð ingu innan
evróp skar íþrótta hreyfingar. Hvergi er
hins vegar rætt við stúlkurnar og þær
ekki einu sinni nafn greindar nema í
kvenna blað inu 19. júní þar sem ein af
þeim skrifar ferða sögu undir dulnefninu
„Ein af tólf“ og nöfn kvennanna eru
skrif uð undir hópmynd. Í greininni í
19. júní kemur líka fram hvað það hafi
verið sem gerði íslenska fimleika svona
frá brugð na og framandi en það voru
stökk in og jafnvægisæfingarnar.52
Þegar litið er yfir umfjöllun um fim-
leika ferðirnar á þriðja áratugnum má
eiginlega segja að þáttur fimleika stúlkn-
anna sjálfra hafi verið nær alveg þurrk-
aður út úr allri umfjöllun. Þær voru ekki
nafn greindar í umfjöllun blaðanna, að
19. júní undanskildu, og jafnvel þó að
sýningarnar þættu skara fram úr var
hvergi rætt um hvað það væri sem þótti
svona mark vert við sýningarnar eða af
hverju þær þættu yfirhöfuð bera af, fyrir
utan þá helst fegurð stúlknanna.53
annað dæmi af svipuðum meiði var
sund keppni sem kallaðist hinu tilkomu-
mikla nafni Íslendinga sundið og haldin
var nokkuð árvisst frá 1911 til 1933 við
Ör firis ey. Íslendingasundið var 500 stiku
löng sund leið í sjó og hlaut sigur vegarinn
verð launa grip og sæmdarheitið sund-
kóngur Íslands. samhliða keppninni var
haldin kvennakeppni frá 1929 og oftast
keppt í 100 stiku bringu sundi. Þó að
kvenna kepp nin hafi verið þreytt sam-
fara Íslendinga sundinu varð hún aldrei
hluti aðal keppninnar með tilheyrandi
titlatogi.54 Því var sund keppnin sem
kenn di sig við þjóðar heiti lands ins karl-
mönn um einum ætluð, þrátt fyrir að
stúlkur hafi keppt í sundi frá 1910. sam-
kvæmt einu dag blaðanna tóku áhorf-
endur upp á því sín á milli að nefna
sigur vegara kvennakeppninar sund-
drott ningar.55 Það er svo fyrir kaldhæðni
ör lag anna að orðið sundkóngur hefur
með tíð og tíma nær dottið úr talmáli en
sund drottningin lifir góðu lífi.
Íþróttir frá sjónarhorni
kynjasögunnar
Þegar kemur að íþróttum er kynja sagan
nytsamlegt tól til greiningar56 en hún
verður þó aldrei sögð nema með tilliti til
beggja kynja. Íþróttir voru hluti af þjóð-
ernis legri menningarsköpun á fyrstu
ára tugum 20. aldar. Öll sú merking sem
íþróttum var gefin, menn ingar leg og
pólitísk, var sniðin utan um karla íþróttir
sem dró úr vægi kvenna og gerði þær
ósýnilegar og ómerkingar bærar.
sú íþróttasaga sem útgefin hefur verið
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 68 6/5/2013 5:19:03 PM