Sagnir - 01.06.2013, Qupperneq 73
74
hennar má teljast hafa gifst vel. tryggð
sinni á kona að forgangs raða svo að
fyrst komi guð og föður valdið, því næst
kóngur og yfir völd, svo bóndi hennar
og börn og að síðustu á hún að hugsa
til hjúa sinna, nágranna og almennings.6
Hug mynd inni sem varpað er fram í
Arn björgu um fyrirmyndarkonuna er
ekki laus við að vera draumórakennd og
á köflum fremur óraunhæf hvað varðar
tilhneigingu manneskjunnar til til finn-
inga á borð við öfund, hatur og dramb.
Þá kemur fram að fyrirmyndar konan
troði aldrei öðrum um tær, hvorki
með hug mynd um sínum né gjörðum.7
Kann ski er það einungis nútíma viðhorf
að segja að þetta sé óraun hæf lýsing
á konu því Helgi thor der sen (síðar
biskup) skrifar í neðanmálsgrein í Arn
björgu að heil ræði höfundarins séu „svo
kristi lega ná kvæm og hjartanleg, að eg
gét ei annað enn óskað hvörri konu til
lukku sem þau les með verðugu athygli,
enn – sú sem hlýðir þeim, er í sannleika
kóróna manns síns.“8
arnbjörg brýtur aldrei gegn boðum
guðs, yfir valda eða almennings þótt
það væri henni til framdráttar. Ef til
vill á það einnig við um karlmenn
að þeir megi ekki brjóta gegn guði,
yfirvöldunum og al menn ingi en séra
Björn afmarkar efnið litlu síðar þegar
hann tekur fram að „[k]ona tekur rétt
og mannvirðing af bónda sínum, leitar
hún sóma hans í öllu, og þar eptir vex
hennar eginn sómi. [...] sína innvortis
kosti tekur hún hvergi at láni, þá hefur
hún sjálf géfins af guði.“9 Hvað þessa
„innvortis“ kosti varð ar þá bauðst
konum lítið annað en að annast hús-
störf svo hvaða kosti sem guð hefur
ákveðið að gefa hverri konu þá má vona
að þeir hafi verið nyt samir innan veggja
heimilisins.
samskipti milli nágrannakvenna eiga
að vera góð en ekki of mikil að mati
séra Björns. slæmt þykir ef húsfreyjan
fer of langt frá heimili sínu því hennar
er ávallt þörf heima við. skiljanlegt
þykir séra Birni þó að húsmæður þurfi –
nauð syn lega – stöku sinnum að fara af
bæ, til að mynda í brúðkaup. Þá eigi þær
að nota tæki færið til þess að sjá hvernig
aðrar konur hagi hússtjórn sinni og læra
af þeim í þeim tilgangi að bæta sig og
sitt eigið heimili. slæmt þykir að vera
for vitin og spurul (það á einnig við um
karl menn). Á þá séra Björn sérstaklega
við slúður. arnbjörg hefur nóg með sitt
að gera og hefur ekki tíma til að finna
að öðrum en „[h]ún er stilt og auð mjúk,
lítillát og orðvör, hatar baktal og íllann
umlestur, ei síður enn hæðni og nafna-
giftur.“10 Um tilgang kvenna skrifar séra
Björn að konur hafi verið settar á þessa
jörð til að mýkja skap karlanna. Konur,
sem eru í eðli sínu mjúkar, hugulsamar
og skap aðar til þess að annast aðra, eiga
með nær gætni sinni að róa karlmenn
niður þegar þeir reiðast og venja þá af
brest um sínum. Fyrir þetta hlutverk sitt
eiga þær ekki að biðja um neins konar
laun heldur bíða dauðans því þeim
verði um bunað af guði fyrir afrek sín
í þessu lífi.11
Höfuðdyggðirnar þrjár í Arnbjörgu
eru skír lífi, tryggð og guðrækni. Vanti
konu ein hverja þessara þriggja dyggða
er hún slæm kona.12 arnbjörgu er lýst
á þann veg að „hún sé góð vinnukona,
þrifi n, nytin, og sparsöm, hún er holl
og trú í þjónustu, hlýðin víðfelldinn og
sveigjan leg í geði, [og] hún er ráðvönd
og guð hrædd“.13 arnbjörg er því
dugnað ar forkur sem hefur bæði yfirsýn
og getu til að sinna öllum störfum innan
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 74 6/5/2013 5:19:06 PM