Sagnir - 01.06.2013, Page 75
76
gefi n guði, lögum landsins og manni
sínum heldur bætast ofan á það börn
hennar og hjú. Hú sfreyja þarf að huga
að heimil inu, bú skap og skepnum sem
er sí fellt erfiði og tekur allan hennar
tíma.18 Magnús og séra Björn eru sam-
mála hvað þetta varðar því hér predikar
Hjálm ar með sama tóni og finna má í
Arn björgu. Hjálmar segir börnum sínum
því næst á hvaða forsendum velja eigi
maka. slæmt þykir honum ef valið
byggist á útliti því „ad opt kann flagd vera í
føgru skinni“.19 að lokum gefur Hjálmar
börn um sínum föðurlegt ráð:
á medan ecki gjørþeckid persónu þá, sem
þér viljid binda hana og øll ydar lífs
kjør vid í brád og lengd; ecki álit, ecki
vyrdíngar, ekki ættgøfgi og allrasíst hver-
fulann aud; heldur látid góda, dygduga,
géd prúda, sidsama og dádríka sálu
útgjøra um ydar val til þessa ydur
mark verdasta hlutfalls í lífinu, undir
hverju komin er, optast æfilángt, ydar
tíman leg lucka og ánægja øll.20
Þrátt fyrir frjálslynda hugsun – sem
jaðrar sums staðar við jafnrétti – er
bók þessi samt sem áður skrifuð á fyrri
hluta 19. aldar og því er lausnin á vanda
Helgu ekki að breyta hjóna böndum
á þann hátt að meira jafnræði sé við
lýði heldur er vanda mál Helgu „leyst“
með þeim ráðum að hún velji manninn
vel sem hún bindist til æviloka. sömu
gildi og áherslur eru enn til staðar í bók
Magnúsar og í Arn björgu. Þetta má til að
mynda sjá í ljóðinu „Þrifna konan“ sem
Hjál mar notar máli sínu til stuðnings;
sæll er sá madur til sambúdar hlýtur,
sidada Konu, ef þrifnadi ann;
heimilis sælda ef hollra nýtur,
og hjóna bands yndælis saknar ei hann.
Því yfrid hugg ladur sjér árla og seint,
allt húsid og rúmid og fatid tárhreint.
[...] 21
Til hvers var ætlast af íslenskum
konum?
Hjónaband var mikilvæg stoð sam-
félagsins á 19. öld. Konur vildu vafa laust
flestar eignast börn og eina leiðin til þess
(án þess að eiga í hættu á útskúfun) var
að gift ast. Árið 1811 skrifar ingibjörg
jóns dóttir (1784–1865), sem síðar varð
hús freyja á Bessa stöðum, bróður sínum
bréf um hjúskapar mál sín. Bróðir
hennar var grím ur jónsson (1785–
1849), síðar amt maður. Í mörgum bréf-
um ingi bjarg ar til gríms biður hún
hann um ráð hvað varðar von biðil
hennar, Þor grím gull smið tómasson.
Þegar Þor grímur bað fyrst um hönd
hennar vissi hún ekki hvað hún ætti til
bragðs að taka svo hún vísaði Þorgrími
á bróður sinn.22 ingi björg skrifar bróður
sínum þess efnis: „[s]att segi eg þér,
að ekki vil eg vinna það til hans eða
nokkurs manns að gjöra þér á móti,
og aldrei skal eg binda þér neinn mann
upp á höldin, sem þér er ekki ljúft að
antaka sem bróður.“ 23 svo mikla trú
hafði hún á áliti bróður síns að ef hann
hefði eitthvað á móti vonbiðlinum þá
myndi samband þeirra Þorgríms ekki
fara lengra. Þótt ekki sé hægt að alhæfa
um að allar konur þessa tíma hafi reitt
sig jafnmikið á skoð anir karl mannanna
sem þær litu upp til er engu að síður
áhuga vert að 27 ára kona sem hugði að
hjóna bandi hafi byggt þá ákvörðun sína
á áliti bróður síns. ingi björg gat samt
sem áður ekki tekið þessa ákvörðun
ein. Hverjar sem ástæður hennar voru
þá giftist hún Þor grími þremur árum
síðar.24
Erfitt er að alhæfa um skoðanir allra
kvenna. Efnahagsleg staða kvenna
hafði áhrif á hugar far, möguleika og
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 76 6/5/2013 5:19:07 PM