Sagnir - 01.06.2013, Síða 84
85
Eitt helsta átakamálið varðandi mót un íslensks samfélags á milli stríðs árunum var staða, eðli
og hlut verk kvenna innan þess. Átök á
milli dreif býlis og þéttbýlis, tog streita
á milli for tíðar og framtíðar og mis-
munandi skoðanir um Ísland sem þjóð-
ríki höfðu þar mikil áhrif.1 Á þessum
tíma var ímynd „nýju konunnar“ hvað
sterk ust hér á landi en hugmynda fræði
hennar kom fram erlendis í kjölfar
fyrri heims styrjaldar innar þegar rof
myndaðist milli orðræðunnar um stöðu
kvenna og hinnar raunverulegu stöðu
kvenna2 og skilin milli einka- og opin-
bera sviðsins urðu óljósari.3 ,,nýjar
konur“ í vest rænum löndum klipptu hár
sitt, styttu pilsin, reyktu, drukku, döns-
uðu, æfðu íþróttir, keyrðu bíla, höfðu
frjáls lyndari við horf gagnvart kynlífi og
lifðu lífinu eins og ungir karlmenn.
sigríður Matthíasdóttir heldur því
fram í doktorsritgerð sinni að karl-
menn hér á landi hafi orðið tákn fyrir
nútímann en konur, eða kven leiki, tákn
fyrir for tíðina – hið þjóð lega. Konur
urðu því eins konar landa mæra verðir
þjóð legrar menningar. Þeirra hlut verk
var að standa vörð um þjóð lega siði og
ala upp sanna Íslendinga. Kvenréttinda-
hreyfingin á þessum tíma skiptist upp í
tvær, stundum nokkuð óljósar, fylkingar;
sið ferðis lega kvenréttindabaráttu og
hús mæðra stefnu. Húsmæðrastefnan var
sú hug mynda fræði að helsta hlut verk
kvenna væri hús móður- og móður hlut-
verkið en siðferðislega kvenréttinda-
bar áttan vildi aukin réttindi kvenna á
opin ber um vettvangi.4 Báðar fylkingar
not uðu oft á tíðum sömu „kvenlegu“
rök fyrir mis munandi málstað og til voru
konur sem notuðu kvenleikann og hug-
mynda fræði húsmæðrastefnunnar til að
koma sér áfram á opinbera sviðinu.5
Átökin í samfélagsumræðunni um
stöðu kvenna á fyrri hluta 20. aldar endaði
að mestu leyti með sigri húsmæðra stefn-
unnar. Með því skerptust einnig skil in
á milli giftra og ógiftra kvenna en ein-
angrað líf, óhamingja og einmanaleiki
var talið bíða þeirra sem ekki gengu í
hjóna band.6 Í húsmæðrastefnunni fólst
einnig hvat ning til kvenna um að klæð-
ast þjóðlegum klæðnaði, helst þjóð-
búningi og var „nýja konan“ því að
mörgu leyti andstæða hinnar þjóð ernis-
legu húsmóður. sigríður Matthías dóttir
sagn fræð ingur telur nafngiftina „nýja
kon an“ ná yfir tvenns konar kven-
ímynd ir:
annars vegar hina nútímalegu tísku-
konu sem klippti hár sitt, gekk í
stutt um pilsum og síð buxum, reykti
vind linga og sat á kaffi húsum. Hins
vegar kven réttinda konuna sem hélt
því fram að konur hefðu öðrum hlut-
verkum að gegna en að vera mæður
og hús mæður og krafðist opinberra
valda í þjóð félaginu.
sigríður telur að þessar ímyndir hafi
tengst og oftar en ekki skarast, jafnvel
runn ið saman í eina ímynd. Bæði tísku-
konan og kven réttinda konan vildu
„sam ræma kvenleikann nútímalegum
gild um“ og leyfa þeim kvenleika að eig-
nast sinn sess í nútímanum. Með öðrum
orðum gera „nýju konuna“ að hinni nýju
ímynd kven leikans og öðlast þannig sátt
sam félagsins.7 tíska varð á marg an hátt
ein kennandi fyrir „nýju kon una“ og hér
á eftir verður farið ítarlega yfir hvað í
því fólst.
,,nýja konan“ fékk á sig mikla gagn-
rýni en hún var talin óþjóð leg og bein-
línis hættu leg sam félaginu og töldu
and stæðingar hennar mikil vægt að
vakta landa mær in á milli kven leika og
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 85 6/5/2013 5:19:14 PM