Sagnir - 01.06.2013, Blaðsíða 85
86
karl menn sku.8 almenn andstaða gegn
auknum kven réttindum jókst einnig á
öðrum og þriðja áratug 20. aldar, þannig
að gagn rýninni var ekki einungis beint
gegn hug mynda fræði „nýju konunnar“
heldur al mennt að stöðu konunnar í
nútíma samfélagi.9 sigríður Matthías-
dóttir orðar það svo: „[í]mynd nútíma-
kon unnar varð þannig að bitbeini í
deilum þriðja ára tugarins um íhaldsemi
og frjáls lyndi, deilum sem snerust um
borgar menn ingu og sveitamenningu,
nútíð og for tíð.“10
Kvenímyndin „nýja konan“ er því
flókin og fjölþætt. Engin „ný kona“
hefur verið eins, persóna hverrar
konu skiptir miklu um birtingarform
ímyndar innar. En hvað var það sem
þessar ,,nýju konur“ vildu og af hverju
náðu þær að skapa sér sess í samfélagi
sem vildi helst hafa konur heima í hús-
móður hlut verkinu? Var lífsmáti þeirra
leið til að ögra hinum hefðbundnu
gildum sam félagsins eða voru þetta bara
ungar stúlkur að njóta lífsins og klæða
sig eftir nýjustu tísku? Dreymdi þær um
æðri menn tun og starfs frama eða um
huggu legan eigin mann og börn? Eða
vildu þær jafnvel hvort tveggja?
Thoroddsen systurnar
María Kristín skúladóttir thorodd sen,
eða Maja thor eins og hún var yfir-
leitt kölluð, var ung stúlka í reykja vík á
þriðja áratug 20. aldar og má kalla skóla-
bókar dæmi um ,,nýju konuna“. Hennar
daglega líf snerist um tísku, stráka,
bíó, reyfara, tónlist og skemm tanir.
Hún reykti og drakk og naut lífs ins.
Maja skildi eftir sig bæði dag bækur og
sendi bréf sem varðveitt eru á Kvenna-
sögu safni, sem gerir sagn fræð ingum
auðveldara að skyggnast inn í líf hennar
á þessum árum.
Maja thor var fædd þann 12. sept-
ember 1906. Hún var dóttir hjónanna
skúla thor odd sen og theo dóru thor-
odd sen.11 skúli var alþingismaður,
bæjar fógeti, sýslu maður, ritstjóri Þjóð
viljans og athafna maður en theodóra
var skáld og birti meðal annars ljóð í
tíma ritinu Eimreiðinni.12 Maja fæddist á
Bessa stöðum, yngst 13 systkina, en af
þeim komust 12 á full orðins aldur. Maja
var ekki gömul þegar fjöl skyldan fluttist
til reykja víkur 1908 að Vonar stræti 12.
Þegar hún varð fjór tán ára hóf hún nám
við Mennta skólann í reykjavík og lauk
þaðan gagn fræði prófi. Eftir að námi
lauk vann hún í tóbaksverslun ríkis-
ins.13
Frá árinu 1924 gekk ungur maður á
eftir Maju með grasið í skónum. Hann
hét Har aldur jónsson en gekk þó alltaf
undir nafn inu ibsen. sigurður thor-
odd sen, eldri bróðir Maju, skrifaði í
endur minn ingum sínum að Haraldur
hafi verið kall aður ibsen frá því í barna-
skóla en þá hafi einhverjum þótt hann
líkur norska skál dinu: „Þetta var ekki
upp nefni í rétt um skilningi þess orð.
Maja Thor
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 86 6/5/2013 5:19:14 PM