Sagnir - 01.06.2013, Blaðsíða 89
90
fatn aður sem undirstrikaði sjálf stæði
þeirra.34
Hinn nýi klæðnaður á millistríðs-
árunum var látlaus og hannaður svo að
konur gætu hreyft sig óþvingað. Pilsin
stytt ust og kjólarnir urðu beinir í sniði
og gerðu því ekkert úr mitti, mjöðmum
eða brjóst um. Í staðinn fyrir lífstykkin
komu upphlutir úr nýjum efnum sem
þjónuðu svipuðum tilgangi og lífstykkin.
Drengja legt útlit „the flapper“ eða „la
gar çonne“ var í tísku og áttu konur að
fletja út brjóstin og stytta hárið í þeim
tilgangi. Þessi tíska túlkaði æskuna
og af neitaði ýktum kvenlegum form-
um og þannig varð „ungt, sportlegt
og hreyfan legt fólk ímynd þessa tíma
í sam ræmi við breytt lífskilyrði og öra
tækni þróun.“35 Ásdís jóelsdóttir kallar
þetta útlit tví kynja í bók sinni Tíska
aldanna. Ekki einungis voru stelpurnar
„stráka stelpur“ heldur var erlendis sam-
svar andi gerð af karlmönnum, sem hún
kallar „djass strákinn“. Það að lifa hratt
og aðeins fyrir daginn í dag varð að lífs-
stíl. allir gerðu það sem þeir vildu, þar á
meðal kven fólkið: „Þetta varð upphafið
að þeirri unglinga menningu sem tísku-
heimur inn hefur æ síðan leitast við að
höfða til með hvatningunni um að vera
ung ur í anda“.36
Breytingin hjá íslensku kvenfólki
kom nokk ru seinna. Um 1921 tóku
kjól ar að stytt ast í reykjavík og um 1925
fóru ungar stúlkur að ganga í „pilsum
sem náðu tæp lega niður í hnésbætur“
og með háls mál sem „var flegið út á
axlir“. stúlkurnar skörtuðu þunnum
silki sokk um sem báru ýmsa liti, yfir leitt
voru þeir laxa bleikir, hvítir eða himin-
bláir. tveimur árið síðar komu raf-
magns krullu járn fyrst til landsins, sem
gerðu hinar ýmsu greiðslur mögulegar.
síga rettur urðu tískufyrirbæri meðal
ungs fólks og klukkuhattar slógu í gegn
en þeir pöss uðu fullkomlega við perm-
anent lagaða drengja kolla.37 Í blaðinu
Fálk anum frá 1928 er lýsing á nýjustu
höttun um:
síðasta tíska í hattaburði er sú, að
hattar nir gangi svo langt niður á
hnakk ann, að ennið sje bert. að
minsta kosti er þessu haldið fram, en
varla getur það heitið nema spádómur
enn þá, því á allra síðustu höttum sjást
þessa varla merki. Hattarnir eru boga-
dregnir yfir enninu, svo að ávalt er
hægt að sjá i það minsta annað augað
á stúlk unni sem ber þá, og er það
óneitan lega nýnæmi, eftir að tískan
árum saman hefir miðað því, að láta
hatt inn skyggja á svo mikið af and-
litinu, sem fært þótti.38
Hattar með beygðu barði sjást í
nokk rum teikningum í bréfum til Maju,
t.d. frá sigurði bróður hennar. Hann
bjó á þessum árum í Kaup manna höfn
og fræddi Maju um nýjustu tísku í þeirri
borg í bréfum sínum: „[e]ftir því sem
B.t. segir verða stuttir kjólar móðins í
vetur og flytur það því til sönnunar að
en be kendt københavnerinde hafi igær á
traver ban en upptroðið í svörtum silki-
Auglýsingin á forsíðu Morgun blaðsins. Eins og sjá má
eru konurnar ímynd hinnar „nýju konu“ með stutt,
túperað hár og mikla andlits málningu
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 90 6/5/2013 5:19:17 PM