Sagnir - 01.06.2013, Page 91
92
um að senda sér tísku blöð þar sem hún
væri svo hrædd um að „for pok ast“ fyrir
norðan og „vildi gjarnan fylgjast með
hvað [væri] móðins í höfuð staðnum“.51
Eins og áður hefur komið fram var
hug mynda fræði og tíska „nýju kon-
unnar“ oft á tíðum mikið gagnrýnd.
Árið 1926 sendi Landsfundur kvenna á
akur eyri frá sér áskorun til Læknafélags
Íslands um að gefa eitthvað út um
það hver nig hin nýja tíska hefði áhrif
á heilsu far stúlknanna. Þessar konur
töldu að afleiðingar hinnar nýju tísku
gætu meðal annars orðið „[n]ábleik
and lit, hrygg skekkja, sífelldur lasleiki,
blóð leysi og tæringarvottur“52 andstætt
hinum heilsu sam lega klæðnaði, þjóð-
bún ing num.53 Í Morgunblaðinu 1929
var klæð naður „nýju kon unnar“ einnig
gagn rýndur en gagnrýnin snerist þó
aðal lega um hversu bágt karl menn áttu
vegna fata tísku konunnar:
stundir koma, sem vjer verðum hálf-
leiðir yfir því, að sjá aldrei ósvik inn
hörundslit á meyjarvanga og hálf-
gramir yfir því að geta aldrei látið
ímyndunar aflið njóta sín í því hvernig
leggir nir muni vera á 19 ára göm lu
stúlk unni, sem vjer mætum. ... Öklinn
er svona, leggirnir eru svona, armar nir
eru svona og hálsinn er svona. — Eitt
vitum vjer aðeins ekki, hvernig hinn
rjetti litur vangans er, þegar gvenda-
brunna vatnið hefir skolað burtu sjón-
hverfingunum.54
sumar konur vildu fá að fylgja tísku
„nýju kon unnar“ en alls ekki láta bendla
sig við kven réttindi og sést þar enn og
aftur tví skipting sigríðar á „nýju kon-
unni“. Í tíma ritinu 19. júní árið 1927
birtist grein undirrituð af „skorinskör“.
sagð ist hún hafa lesið grein sigrúnar
Blön dal, „Eðli og hlutverk kvenna“ með
vel þók nun þangað til í enda hennar:
Þá rakst ég á nokkuð svo mér hnykti við.
aldrei hafði mér dottið í hug að setja
klipt hár og kvenfrelsishreyfinguna
í samband við hvort annað. Var eg
þá kvenréttindakona? Mér voru þó
sannar lega ekki kvenréttindi í hug,
þegar eg breytti til og fór að ganga með
stutt hár. Eg gerði það vegna þess, að
mér þótti það fara vel og svo vissi eg
að það var þægilegt og fyrir hafnar-
lítið. ... Eg get fullvissað ykkur, góðu
dygða konur, sem látið ykkur vera svo
ant um útlit okkar og innri mann, að
þetta ræður engu um skap gerð okkar.
... þið ættuð að sýna okkur umburðar-
lyndi og kveða ekki upp sleggjudóma.
Mál tæki, sem er ykkur eldra segir: Oft
er dygð undir dökk um hárum – Það
gerir engan greinar mun á stuttu hári
og löngu.55
,,ástarjátning mín til
Reykjavíkurstúlkunnar“
Þrátt fyrir að húsmæðrastefnan hafi
verið ráð andi á milli stríðsárunum setti
ímynd „nýju konunnar“ varan legt mark
á komandi kynslóðir kvenna. Konur
höfðu allt í einu meira val og fram var
komin ný kvenímynd sem ýtti undir að
þær nýttu sér þetta val. Þær höfðu mögu-
leika á æðri menn tun, aukna mögu leika
á að afla sér tekna, mögu leika á að velja
sjálfar eigin menn og meiri mögu leika
Teikning Sigurðar Thoroddsen af nýjustu
kvennatískunni í Kaupmannahöfn
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 92 6/5/2013 5:19:18 PM