Sagnir - 01.06.2013, Side 97
98
skyldu skorti margt en þau höfðu öll erft
mikla og fagra söngrödd og gátu notað
hana til að létta sér lífið. Í endur minn-
ingum sínum lýsti sólveig því svona: „Á
kvöldin þegar fólkið kom af engjunum
söng það og stundum tví og þrí raddað,
þá stóðum við krakkarnir á hlað inu og
hlustuðum“.7
Hestar voru sólveigu líf og yndi og
lenti hún í þó nokk rum ævintýrum þar
sem hestar komu við sögu. Fjölmargar
af þeim skrif aði hún niður og aðrar
sagði hún börn um sínum. Eina söguna
sagði sólveig Erna mér og hljóðar hún
svo:
Á níunda ári áttu sólveig og Árni
frændi hennar að fara að sækja
brúkunar hesta og þau fóru með sitt
hvort beislið. Á leiðinni fara þau
fram hjá girðingu þar sem eru svona
góð hestar sem afi var búinn að taka
í tamningu, því hann var þekktur
tamningar maður. Þegar þau sjá að
það er fullt af fallegum gæðingum
þarna inni þá kemur þeim saman um
það að það sé best fyrir þau að fara
aðeins inn og fá sér smá sprett á svona
fínum hestum áður en þau sæki klár-
hestana og þessa sem átti að fara að
nota heima á eftir og nú snarast þau
inn í girðinguna. Mamma velur sér
strax ein hvern hest og getur sett upp í
hann og snarast á bak en Árna gengur
eitthvað verr með þetta en samt
kemur hann nú beislinu upp í ein hvern
ungan hest sem hann sér og snarast
á bak en það er eins og við manninn
mælt að hann ýmist eys eða rís upp
á aftur lappirnar þangað til að hann
var búin að henda honum af og fór
aldrei neitt nema bara á aftur fótunum
eða jós honum á fram fótunum. Árni
skellur þá niður og hreyfir sig ekki,
hann rotast þarna. Hann var með
rauða prjóna húfu á hausnum og
mamma [sólveig] rífur húfuna af
honum því að það var kaldur lækur
þarna hjá, það var ekki hægt að hafa
girðingar nema þannig að hrossin
gætu komist í vatn. Hún dýfir þessari
rauðu húfu ofan í ískaldan lækinn og
vindur ofan á hausinn á honum og
gerir þetta nokkrum sinnum þangað
til að hann rankar við sér. Þá er hann
allur orðinn rauðskjóttur í framan af
rauðu húfunni. Það varð ekki lengri
reiðtúrinn og þau fara út úr girð-
ingunni og sóttu klárhestanna og fóru
með þá heim. Þegar heim var komið
voru menn eitthvað að tala um það
af hverju Árni væri allur rauðskjóttur
í framan en hann gaf ekkert út á það
og þau sögðu hvorugt frá því fyrr en
löngu seinna að þau hefðu verið að
stelast á bak á einhverjum góðhestum
sem mátti náttúru lega alls ekki fara á
bak á.8
sigfús, eiginmaður sólveigar, skrifaði
síðar að „hún hefði frá barnæsku alist
upp með hestum og riðið á reiðhestum
föður síns hins vel þekkta hesta- og
tam ninga manns. Hún hafði numið af
honum nákvæmni og umhyggju um
meðferð hús dýra og einkum hesta, hún
var þaul vön fjöri fáksins“.9
Árið 1898 fluttu stefán og guðfinna
með börnin að Öndólfsstöðum í reykja-
dal. Ekki áttu þau margt en sólveig segir
að þau hafi átt þrjár kistur, rúm og rúm-
föt, kommóðu, tvö borð, ýmiss konar
smá dót og eitthvað af kjöti. Þau áttu
tvær kýr, Huppu og Kolu, og tvo reið-
hesta, rauð og Bleik. síðan fengu þau
einn gamlan brjóst veikan reiðhest gefi ns
frá Val gerði mágkonu stefáns. að Önd-
ólfs stöðum riðu þau af stað á þrem ur
hestum. „Ekki var sólskin, [þó] er mér
minnis stætt hve fagurt var er komið var
suður í Vatnshlíðina og glamp aði þá á
Vest manns vatnið“.10 guð finna móðir
sól veigar reið á Brá skjóna og reiddi
guð finnu, sem þá var árs gömul, fyrir
fram an sig. Ása var á þriðja ári og stefán
hafði hana fyrir framan sig. sólveig fékk
að ríða ein á Mjó skjóna sem jón bróðir
stef áns hafði lánað þeim. Frið rika dóttir
hans hafði lánað sól veigu söðul, „nýjan
með rauðu pluss sæti og klakk“.11
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 98 6/5/2013 5:19:20 PM