Sagnir - 01.06.2013, Blaðsíða 110
111
Miðaldir skipa mikilvægan sess í sögu vitund Íslendinga. Í skóla bók um endar tíma bilið
hins vegar oft á árunum 1262–1264 og
áður en nokkur veit af eru liðnar fjórar
aldir, árið er 1662 og nem endur lesa um
grát Ís lendinga á Kópavogs fundinum.
Hjá mörg um vaknar því eflaust forvitni
um aldir nar þar á milli: hvað var það
sem mót aði og einkenndi samfélagið og
rík jandi hugsunarhátt á þeim tíma? 14.
öld in hlýtur að hafa sérstakt vægi í því
sam bandi þegar hið nýja stjórnar fyrir-
komu lag, konungsveldið, var tekið að
festa sig í sessi og móta íslenskt bænda-
sam félag. ný lagahugsun tók að móta
þjóð félagið, konungar mátuðu ýmsar
leið ir til að skipa embættismenn sína
og heimta skatta af landinu og gamlar
valda ættir löguðu sig að nýjum veru-
leika. Í stað þess að taka þessi atriði
sérstak lega til umhugsunar verður í
þessari grein leitast við að nota bók-
menntir 14. aldar, sérstaklega riddara-
sögur nar, til að grennslast fyrir um
sam félagið sem þær spruttu úr. Íslensk
riddara sögu hefð blómstraði á sama tíma
og sam félagið tók á sig nýja mynd og
því er sjálf sagt að athuga hvort einhver
tengsl séu þar á milli. Við slíka rann sókn
verður að hafa í huga að riddarasögur
voru á þessum tíma bókmenntir efsta
lags sam félagsins, aristókratíunnar, og
þær eru því um fram allt heimildir um
það fólk sem til heyrði henni. Þær bera
vott um sjálfs mynd aristókrata sem
hóps, hug myndir þeirra um aðra í sam-
fél aginu og þá hegðun sem þeir vildu að
aristó kratar hefðu í heiðri sín á milli og
gagn vart öðrum. Einnig er mikilvægt að
hafa í huga að þetta var hugmynda fræði
sem var komið á framfæri. Öðru geg nir
hvort farið hafi verið eftir henni.
Einkenni íslenskra riddarasagna
Frumsamdar riddarasögur 13. og 14.
aldar eru um og yfir 30 talsins og það
er ein kenn andi að nær allar eru nefndar
eftir karl kyns söguhetju sinni, þar af
fimm eftir aðalsögu hetjunni og fóst-
bróð ur hans.1 Ef innihald sagnanna er
skoð að kemur enn frekar í ljós að karl-
menn og fóstbræðralög tveggja eða
fleiri karla eru í brennidepli í íslenskum
ridd ara sögum. Konur eru þó engan
veg inn fjar verandi og bent hefur verið
á að með al frum samdra riddarasagna
og forn aldar sagna norðurlanda séu svo
margar sögur drifnar áfram af leit karl-
manns að brúði að það megi flokka þær
saman í sérstakan undir flokk, bón orðs-
farar sögur.2 Fóstbræðra lög og hjóna-
bönd eru því í brennidepli í ís lenskum
riddara sögum. Þetta kemur heim og
saman við evrópskar riddara bók-
menntir sem heild en tilfinninga bönd
milli karla leika þar oftast nær stór hlut-
verk, þótt þau mótist síðan eða flæk ist
fyrir tilstilli kvenna.3
Þessi tilhneiging er jafnvel enn meira
áberandi í íslenskum riddarasögum og
kven persónur minna stundum meira
á leik muni í söguþræðinum en full-
mótaða karaktera. Þetta kynni að virka
mót sagna kennt þar sem svo margar
sagnanna fjalla um bón orðs för en það
skýrist af því að hjóna bönd gegna
því hlutverki í ridd ara sögunum að
vera umfram allt leið karl manna til að
styrkja vináttutengsl sín. aðal persóna
sögunnar er alltaf ráðandi afl í þess um
tengslum. Hann er leiðandi í vin áttunni
og það er hann sem hefur yfir um sjón
með öllum ráðahögum. Þetta er t.a.m.
áberandi í sögunni af sig urði þögla,
sem útvegar öllum fimm fóst bræð-
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 111 6/5/2013 5:19:28 PM