Sagnir - 01.06.2013, Page 111
112
rum sínum kon ungs dóttur og ríki með.
Einungis ein þessara kvenna í sög unni er
skyld honum en hann hefur áunnið sér
yfirráð yfir gjaforðum hinna kvennanna
með hreysti sinni.4 að lokum trónir
hann á toppi víðfeðms bandalags.
Þetta er algengt mynstur í riddara sög-
um; í þeim er oft að finna göfugan en
ald raðan konung sem þarf á hjálp að
halda, því vegna aldurs getur hann ekki
varið einka dóttur sína fyrir heiðnum
prin sum, ber serkjum og jötnum sem
ásælast líkama hennar og ríkið með.
Þá kemur til bjargar hinn ungi riddari
og fóst bræður hans en oftar en ekki er
það skil yrði að gjaforð konunnar verði
þaðan í frá á þeirra valdi.
Varnarlaus erfingi sem kemur eins
og himna sending upp í hendurnar á
hraustum en eignalausum riddara er
þekkt minni úr frönskum riddarasögum
og virð ist hafa notið mikilla vinsælda
hér á landi. annað franskt sagnaminni
hlaut þó ekki sömu viðtökur á Íslandi en
það er konan sem veldur afbrýðis semi
og vin slitum milli tveggja karl manna.
Þekktasta dæmi þessa er sagan af
tristan og Ísold en hún var til á Íslandi
í norr ænni þýðingu og í sérstakri endur-
gerð, auk þess sem ýmis smáatriði úr
sögu þræðinum gengu aftur í íslenskum
riddara sögum.5 Hvað varðar sjálft aðal-
atriðið, ástar þrí hyrninginn sem að
lokum gerir að engu vin áttuna milli
frændanna Marks og tristans, virðast
íslenskir höfundar þó helst hafa sótt sér
öfugan inn blástur í hann og skrifað and-
tristans sögur. Þær eru ófáar sögurnar
þar sem tækifæri karlmanns til að svíkja
vin sinn vegna konu blasir við en hann
sýnir stillingu og sagan endar vel.6 Þvert
á móti styrkist samband karlanna vegna
konunnar í öllum tilvikum því þeir eru
þess megnugir að gefa hönd hennar í
hjóna band. skila boð þessara sagna eru
nokkuð skýr: göfugir karlmenn deila
ekki um konur.
Gamlar venjur, ný markmið
Hjónabandspólitík og fóstbræðralög
voru ekki ný fyrirbæri á Íslandi 14. aldar,
heldur höfðu þau löngum verið grund-
völlur fyrir mikilvæg pólitísk bandalög,
ekki síður en ættartengsl. Má þá halda
því fram að eldri samfélagsvenjur hafi
lifað af í sinni gömlu mynd í nýju
stjórn kerfi og menningu, eða hafði inn-
tak og merking þessara fyrirbæra breyst
að einhverju leyti? Þegar riddara bók-
menntirnar voru lagaðar að íslenskum
áheyr endum urðu fóst bræður og
mikilvægi vináttu þeirra að lykil atriði í
lífs stíl riddara. Merking fóst bræðra lags
í íslenskum riddara sögum varð hins
vegar önnur en hún hafði verið fyrr
á öldum. Það tók að gegna því hlut-
verki að staðfesta ákveðið stig veldi
innan sam félagsins, auk þess að vera
tæki til að halda friðinn innan aristó-
kratíunnar. atburðarásin er oft á þá leið
að framúrskarandi riddari mætir öðrum
slíkum á ferðum sínum og þeir þreyta
með sér kapp. Eftir langan og glæsi-
legan bardaga komast þeir að þeirri
niður stöðu að þeir séu jafnvígir og álíka
framúr skarandi í riddaralegum listum.
Í kjöl farið leggja þeir niður deilur sínar
og sver jast í fóst bræðralag.7 aðalatriðið
er að þeir eru jafningjar, þar af leiðandi
er það þeim eðlilegt að leggja niður
vopnin og standa saman. Upp frá því
geta þeir snúið kröftum sínum að þeim
sem ekki til heyra samfélagi riddara, svo
sem jötnum og for ynjum, heiðnum
kon ungum, ofstopafullum meykóngum
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 112 6/5/2013 5:19:28 PM