Sagnir - 01.06.2013, Page 118
119
hinum mörgu fóstbræðralögum sem er
að finna í íslenskum riddarasögum og
bendir til þess að íslenskum höfðingjum
hafi verið mikið í mun að hampa vináttu
karl manna af jafnháum stigum. Fram-
koma ís lenskra riddara við konur ræðst
svo alger lega af þörfum fóstbræðra-
lagsins. Mik ið er lagt í að koma því á
fram færi að ridd arar skiptist á konum
en deili ekki um þær.
Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að
riddarar deildu við konur ef þær tóku
upp á því að drottna yfir ríkjum sínum
sem kon ungar og hafna öllum biðlum.
Deila má um það hvort meykónga-
sögur upp hefji hæfileika kvenna til að
stjórna eða undirstriki veikleika þeirra.
Það er þó ljóst að þessi gerð af sögu-
þræði var áhrifarík leið til að minna á
mikil vægi þess að tignir menn skiptist
á konum og stofni þannig til öflugra
banda laga. annar áberandi boðskapur
sem má draga af mey kóngum og
öðrum veiga miklum kven persónum í
ís lenskum ridd ara sögum varðar mikil-
vægi mey dómsins og gildi þess að vera
trygg eigin kona. skiljanlega var slíkur
hug sunar háttur karlmönnum aristó krat-
íunnar í hag og eftir því sem auður og
landar eignir urðu æ veigameiri grund-
völlur valds, því meiri áhersla var lögð á
mey dóm og skírlífi kvenna. takmarkið
var að halda eignum innan ættarinnar
og koma í veg fyrir að ættar auðurinn
splund raðist. Þessi erfða pólitík beindi
óhjá kvæmi lega sjónum manna í auknum
mæli að kyn hegðun kvenna en með
líkama sínum höfðu þær mögu leika á
að setja allt kerfið í upp nám. Mikilvægi
mey dóms fram að hjóna bandi og trú-
festa innan þess urðu því veiga mestu
skila boð aristó kratíunnar til dætra sinna
og eigin kvenna.
Tilvísanir
1. Halvorsen, E.F.: „riddersagaer“.
Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder.
Fra vikingetid til reformationstid XiV. ritstjórar
m.a. jakob Benediktsson og Magnús Már
Lárusson, reykjavík, 1969, bls. 175–183.
2. Kalinke, Marianne E.: BridalQuest
Romance in Medieval Iceland. islandica XLVi.
ithaca og London, 1990, bls. 10–15.
3. Krueger, roberta L.: „Questions of gender
in Old French courtly romance“. The Cambridge
Companion to Medieval Romance. ritstjóri roberta L.
Krueger. Cambridge, 2000, (bls. 132–150), bls. 144.
4. Sigurðar saga þögla. Late Medieval
Icelandic Romances ii. ritstjóri agnete Loth.
Kaupmannahöfn, 1963, bls. 229–231 og 255–256.
5. Kalinke, Marianne E.: Bridalquest
Romance, bls. 153, 173 og 181–182.
6. Kalinke, Marianne E.: Bridalquest
Romance, bls. 119, 174–175, 197 og 205.
7. sjá t.d. Viktors saga ok Blávus. Late
Medieval Icelandic Romances i. ritstjóri agnete
Loth. Kaupmannahöfn, 1962, bls. 6–8.
8. auður g. Magnúsdóttir: „Ástir og
völd: Frillulífi á Íslandi á þjóðveldisöld“,
Ný saga 2, 1988, (bls. 4–12), bls. 6–8.
9. agnes s. arnórsdóttir: Konur og vígamenn. Staða
kynjanna á Íslandi á 12. og 13. öld. sagnfræðirannsóknir,
studia Historica, 12. bindi. ritstjóri gunnar Karlsson.
reykjavík, 1995, bls. 103–105 og 143–144.
10. Duby, georges: Medieval Marriage. Two
Models from TwelfthCentury France. Elborg Forster
þýddi. Baltimore og London, 1978, bls. 16–22.
11. auður g. Magnúsdóttir:
„Ástir og völd“, bls. 11.
12. agnes s. arnórsdóttir:
Konur og vígamenn, bls. 101–102.
13. Bagerius, Henric: Mandom och mödom.
Sexualitet, homosocialitet och aristokratisk identitet på det
senmedeltida Island. gautaborg, 2009, bls. 50–51.
14. agnes s. arnórsdóttir:
Konur og vígamenn, bls. 125–130.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 119 6/5/2013 5:19:29 PM