Sagnir - 01.06.2013, Síða 130
131
Við altari einkasölu,
við blótstall bolsanna hofs
„internatsjónalinn“
þér einni til lofs
er beljað og bölvað og sungið,
hver hugsun er helguð þér,
þú jólhelg ert jafnaðarskepna
frá júlí til september.
Þú gefur veikum viljann
og vonsviknum háseta sorg,
og óskari í Bakka aura
til eyðslu á Hótel Borg.
Þú mikla skaparans skepna,
þú býrð til allt landsins brall.
Þú færir svíum allan auðinn
og Einari tólf þúsund kall.
...
sjá liðin sumur líða hjá
og leiftrum slá
á rauðatorgið til og frá,
á tunnukös,
á ys og ös –
og hér fær síldin mannlegt mál
og mikla sál.
Hér hafa svíar rúnir rist
og gunnar mókt – og Morten kysst.
Hér misti Einar marksins fyrst.
Síldareinkasölukantata Íslands.1
Íslenskir kommúnistar náðu miklum ítök um á norðurlandi á þriðja og fjór ða ára tug 20. aldar og voru
þeir fjöl menn astir á siglufirði, talið í
flokks bundnum félögum.2 síldarbærinn
mik li virt ist á tíma bili vera eins konar
„ Mekka“ komm únista á landinu. Þeir
sóttu þangað at vinnu undir hatti síldar-
einka sölu Íslands, eða á eigin vegum eftir
að dagar hennar voru taldir. síldin var
sem gull í augum fátækra, atvinnu lausra
komm ún ista. segja má að fáar skepnur
hafi fært þjóð inni jafn miklar tekjur og
síldin. Hún skapaði stærstan hluta út-
flutnings tekna landsins á tímum síldar-
ævin týrisins, auk þess sem hún færði
fólki at vinnu og góð laun. Á fyrri hluta
síðustu aldar fylltist bærinn af verkafólki
hver ja síld ar ver tíð, siglu fjörður varð
mið dep ill athafna seminnar, menn töl-
uðu um „Klondyke atlantshafsins“ og
lík tu ástandinu í síldar bænum við gull-
grafara stemm ning una í norður am er-
íku. tim bur hús risu og lít ið þorp varð
að fimm ta stærsta bæ lands ins á innan
við fimm tíu árum.3
Áhuga verð en illa varðveitt saga varð
til á litlu síldarplani norður á siglufirði
um mitt ár 1930. síldareinkasala Íslands
tók á leigu síldarplan í eigu útgerðar-
fél ags ins Kvel dúlfs hf. og hafði einn
for stjóra síldar einka sölunnar, Einar
Ol geirs son, það að markmiði sínu að
sýna verka lýð num að auðvaldið arð-
rændi sjó menn og verkafólk í stórum
stíl. Hann réði til sín unga menn í vinnu,
sem flest ir áttu það sameiginlegt að vera
yfir lýst ir komm únistar. síldarstúlkurnar
á plan inu börð ust fyrir auknum rétt-
indum verka lýðsins og hærra kaupi. Hið
svo kall aða rauða plan lifði ekki lengi,
aðeins tvær síldar vertíðir, en saga þess
er engu að síður afar athyglisverð. Op-
in ber lega var planið rekið af einka söl-
unni en Einar Olgeirsson virðist hafa
stjórn að rekstrinum algerlega. Heimildir
um rauða planið eru af afar skornum
skammti. Frásagnir af starfseminni og
starfs liðinu er helst að finna í endur-
minn inga bókum en auk þess má finna
nokkra samtímaumfjöllun í dag blöð um
og tímaritum. Mjög lítið er að finna um
rekstur plansins í skjölum og reikningum
síldar einkas ölunnar en reksturinn virð-
ist hafa verið felldur undir aðra kost-
naðar liði.
Einar hafði augljóslega uppi stór
áform varðandi rekstur síldarplansins og
áhrif þess á samfélagið. sjálfur kvaðst
hann hafa stefnt að því að ríkisrekstur
á plan inu yrði fyrsta skrefið í þá átt
að verka lýðurinn næði yfirráðum yfir
atvinnu rekstri auðvaldsins í landinu.4
Einn ig er útlit fyrir að hið útvalda lið
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 131 6/5/2013 5:19:57 PM