Sagnir - 01.06.2013, Page 135
136
hún skyldi vera sverð verka lýðsins í
bardagan um gegn auð valdinu.
Hugmyndir mínar og tillögur um
síldar einka söluna voru þær, að ríkið
tæki að sér alla síldar söltun til þess
að tryggja sjó mönnum og útgerðar-
mönnum sem hæst verð fyrir síldina
[...] síldar einka salan ætti að vera vopn
í hendi alþýðunnar, en ekki til þess
að hlaupa undir bagga með gjald-
þrota síldar kaup mönnum og hjálpa
útgerðar mönnum til þess að hafa
kaup af verka fólki og sjó mönn um.
Þessa menn ætti að svipta yfir ráðum
yfir síldar fram leiðslunni. Megin atriðið
var að láta það koma fram, að síldar-
einkasalan væri tæki verka lýðsins
innan ríkisvaldsins á móti atvinnu-
rekendum, sýna það svart á hvítu, að
[verkalýðurinn] hefði ekki aðeins ítök,
heldur líka völd og úr ræði.22
Þessar hugmyndir Einars voru
raunar ekki í fullu samræmi við boðskap
íslenskra kommúnista á þessum árum en
þeir héldu því fram, í samræmi við stefnu
Komintern, að hafið væri tímabil „ríkis-
auðvalds“ á Íslandi undir forystu Fram-
sóknar flokksins og alþýðu flokks ins.
Það er því engin furða þótt Brynj ólfur
Bjarna son, helsti tals maður Komin terns
í landinu, hafi beitt sér ein dreg ið gegn
setu Einars Olgeirs sonar í for stjóra-
stóli hjá síldar einkasölunni.23 Þannig er
hugsanlegt er að Einar Ol geirs son hafi
reynt að mikla fyrir sér og öð rum áform
sín um að rauða planið yrði upp haf að
sósíalískri atvinnu lífs bylt ingu í landinu
til þess að rétt læta gjörð ir sínar og
forstjórastöðu gagnvart fél ög um sínum
og Komintern. síldar einka salan var í
augum þessara aðila hluti af hinu nýja
„ríkis auðvaldi“ og því fól st í því frávik
frá Moskvu línunni að gerast for stjóri í
slíku fyrirtæki.
Erlingur Friðjónsson, bæjarfulltrúi
á akur eyri og fyrrum samstarfsmaður
Einars, var á þessum tíma ritstjóri Alþýðu
mannsins, vikublaðs alþýðuflokksins á
akur eyri.24 Um mitt ár 1931 birtist grein
í blað inu þar sem fram kom mikil andúð
á at vinnu rekstri kommúnista á rauða
plan inu.
„Einar [Olgeirsson] mun hafa litið
þannig á, að nú væri tækifæri til að sýna
það, að kommúnistar sköruðu fram
úr öðrum í stjórnsemi, fyrirhyggju og
öð rum mann kostum, þeim er alþýð-
unni gæti orðið að liði, og skar hann
því her ör upp um gjörvalt landið og
kall aði til sín sinn rauða her. Voru þar
komm únistar saman komnir úr öllum
lands fjórð ungum, úrvalslið Einars.“25
Áhuga vert er að oft virðast menn
hafa álitið síldar plan einkasölunnar,
rauða plan ið, einka fyrirtæki Einars
Olgeirs sonar en svo var ekki. Einar
hafði stjórn á starfrækslu á síldarplaninu
og dvaldi á siglu firði sumarlangt árið
1930. Hann virðist hafa haft nokkuð
frjál sar hendur varðandi reksturinn og
svo virð ist sem hugmyndin hafi verið
kom in frá Einari sjálfum en ekki stjórn
einka sölunnar. Í endur minningum
sínum segir Einar að hugmyndin um
að ríkis væða alla síldarsöltun í landinu
hafi verið hans eigin.26 Því má draga þá
ályktun að rauða planið á siglufirði hafi
verið hugar fóstur Einars Olgeirssonar,
undir merk jum síldareinkasölu Íslands.
Lega rauða plansins er út af fyrir sig
áhuga verður þáttur í sögu þess. Planið
stóð á miðri siglufjarðareyri, mitt á milli
rúm lega tuttugu söltunarstöðva sem
marg ar hverjar voru í eigu stórkapítalista.
næsta stöð austan við rauða planið
var til dæmis jakobsenstöðin, rekin af
norð mann inum Hann var mikill eigna-
maður og einn af fyrstu norsku síldar-
salt endunum sem hösluðu sér völl á
siglu firði. Vestan við rauða planið stóð
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 136 6/5/2013 5:20:05 PM