Sagnir - 01.06.2013, Page 140
141
stalín muni þurfa að kenna Einari
betur áð ur en hann tekur við allri
stjórn á hólm anum okkar.47
Um mitt sumar 1931 birtist grein í
Íslendingi, málgagni sjálfstæðismanna á
akur eyri, með harðri gagnrýni á störf
Einars á siglu firði. rauða planið skilaði
mik lum rekstrarhalla og felldi það allar
kenn ingar Einars um hið nýja, hag-
kvæma skipu lag.
sú reynsla, sem hér hefur fengist af
stjórn semi kommúnista, er allt annað
en hvet jandi til þess að þeim séu fengin
hér for ráð í hendur. Er gott dæmi
þess sölt unar reksturinn sem þeir ráku
á rauða planinu á siglufirði í fyrra
sumar, sem þrátt fyrir betri aðstöðu
en nokkuð annað söltunarfélag eða
ein staklingar höfðu, kom út með um
10 þús. kr. reksturs halla, þegar önnur
sölt unar félög græddu á söltuninni.48
samkvæmt dagblaðafréttum frá
þessum tíma virðist hafa orðið um
ellefu þúsund króna halli á rekstri síldar-
plans ins. Verðhrun á síld hefur að öllum
lík indum spilað þar stórt hlut verk. Verð
fyrir salt aðar tunnur var með betra móti
árið 1930, eða 18,98 kr.49 fyrir hver ja
tunnu. Ári síðar, 1931 hallaði veru lega
und an fæti, að öllum líkindum vegna
offram leiðslu fyrri ára sem og krepp-
unnar mik lu 1929, og fengust þá ekki
nema 8,77 kr. fyrir tunnuna. Enn dróst
saman ár ið 1932 þegar síldar tunnan var
seld á 5,64 kr.50
Mikil óánægja varð meðal síldar salt-
enda vegna strangra flokkunarreglna
einka sölunnar sem gerðu alla vinnu mjög
sein lega og suma síld verðlausa. Einnig
var mikið kvartað undan tunnuskorti og
salt skorti á söltunarstöðvum. Árið 1929
höfðu salt endur ekki fengið greitt and-
virði tunna sinna frá einkasölunni og
jók það veru lega á óánægjuna. sumarið
1930 sam þykkti Einar Olgeirsson fyrir
hönd síldar einka sölunnar kauphækkun
síldar kvenna og þótti útvegsmönnum
þá nóg komið.51 síldareinkasölu Íslands
tókst ekki að koma á jafnvægi milli fram-
H. Guðmundsson síldarplanið á Siglufirði, á fjórða áratug 20. aldar. Ljósmynd/Sigurhans E. Vignir
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 141 6/5/2013 5:20:12 PM