Sagnir - 01.06.2013, Side 146
147
Þann 30. nóvember árið 1939 hófst hið tæp lega fjögurra mánaða langa vetrar stríð milli
Finna og sovét manna þegar rauði
herinn réðist yfir landamæri Finnlands.
Ástæður inn rásarinnar má rekja til sam-
ofinnar sögu ríkjanna á 19. og 20. öld
en Finn land var eitt þeirra landa sem
klufu sig frá rússa veldi í kjölfar fyrri
heims styrjaldar og byltinganna 1917.
Árið 1918 braust út borgarastyrjöld í
Finn landi þar sem hvítliðar, studdir af
Þjóð verjum, unnu sigur á finnskum og
rúss neskum bolsévikum. til skemmri
tíma litið var innrásin í nóvember 1939
liður í stór veldis stefnu og öryggispólitík
sovétríkjanna í aðdraganda seinni heims -
styrjaldar. sovésk stjórnvöld óttuðust
að Finn land yrði notað sem stökk pallur
mögu legrar innrásar Þjóð verja í sovét-
ríkin og vildu því tryggja stöðu sína
við Finnska flóa.1 Þrátt fyrir yfir burði
í mann afla átti rauði herinn í mestu
vand ræðum með að knésetja Finna og
dróst stríðið því fram eftir vetri 1940.
Lands lag og veðurfar við botn Finnska
flóa og í óbyggðum austur-Finn lands
var illa búnu innrásar liðinu í óhag
og þar að auki var foringja lið rauða
hersins lemstrað eftir hreinsanir stalíns.
Eftir vopna hlé og friðarsamninga í mars
1940 urðu Finnar þó að láta í minni
pokann og m.a. gefa eftir stór land svæði
í finnsku Karelíu. Á hinn bóginn hafði
vetrar stríðið skaðað orðspor sovét-
ríkjanna og dregið fram vangetu rauða
hersins, bæði á Vesturlöndum og fyrir
Þjóð verjum.
innrás sovétmanna og staðföst vörn
Finna vakti einkar sterk viðbrögð sam-
tíma manna víða um lönd veturinn 1939–
1940. Þúsundir sjálfboðaliða, einkum
svíar, lögðu Finnum lið á vígvellinum
og almenningur og ríkisstjórnir á
Vestur löndum veittu Finnum efnislegan
stuð ning með peninga gjöfum, lánum
og herg agna sendingum. rannsókn mín,
sem grein þessi byggist á, tók til sam-
úðar hreyfingarinnar með Finnum sem
vaknaði á Íslandi í kjölfar innrásarinnar
og tölu verður hluti landsmanna tók þátt
í. Íslendingar lögðu sitt af mörkum til
Finn lands hjálpar innar með fjár söfnun
og fjórir Íslendingar gerðust sjálfboða-
liðar í norrænu sjálfboða herdeildunum í
Finn landi.2 Þetta er þó aðeins önnur hlið
málsins. afstaða sósíalista flokksins og
við brögð and stæðinga hans við henni,
hinn svo kallaði „Finnagaldur“, er einnig
mikil vægur þáttur í birtingarmynd
stríðsins á Íslandi.3 Þessum þætti hafa
þó verið gerð marg vísleg skil áður og
tók rann sókn mín ekki til hans.4
Í því skyni að rannsaka samúð
Íslendinga með Finnum í vetrar stríðinu
var sam úðar- og stuðnings orðræðan í
fjöl miðlum veturinn 1939–1940 tekin
til skoðunar og þannig dregin fram sú
afstaða sem þar var borin uppi. Ekki er
hægt að full yrða um álit almennings út
frá þessari orð ræðu en með því að skoða
fjölda þáttöku í vottun samúðar, einkum
og sér í lagi Finnlandssöfnuninni sem
fram fór Finnum til handa, má gera sér
í hugarlund afstöðu fjöldans. Hvaða
ályktanir má draga út frá þeirri fjölda-
þáttöku um afstöðu Íslendinga til
stríðsins og umfang samúðar með mál-
stað Finna? Hvernig var íslensku Finn-
lands hjálpinni háttað og hve umfangs-
mikill var þessi efnislegi stuðningur við
Finna, og ekki síst, hvers vegna vakti
stríðið þessi viðbrögð á Íslandi?
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 147 6/5/2013 5:20:15 PM