Sagnir - 01.06.2013, Qupperneq 147
148
Afstaða „lýðræðisblaðanna“
Vetrarstríðið naut mikillar athygli í
dægur málaumræðunni á Íslandi. Í
dag blöðum fór stöðugt fram pólitísk
umræða um stríðið en átök kommúníska
stór veldisins við norræna smáríkið gaf
til efni til heitra skoðanaskipta. Ítarlegur
og nær dag legur fréttaflutningur af gangi
styrjaldar innar hélt umræðunni vakandi
og hefur hann vafalaust átt ein hvern
þátt í að móta tilfinningar og hug myndir
almennings um styrjöldina og styrjaldar-
aðila. Á tímabilinu 1. desember 1939 til
14. mars 1940 voru birtar samanlagt
hátt í 600 fréttir af styrjöldinni í helstu
dag blöðunum. til samans birtu blöðin
að meðal tali nær sjö fregnir af stríðinu
dag lega sem yfirleitt prýddu forsíður
þeirra undir áberandi fyrirsögnum.5
Það er óhætt að fullyrða að „lýð-
ræðis blöðin“, sem svo nefndu sig til
aðg reiningar frá málgögnum sósíalista,
þ.e Morgun blaðið, Alþýðublaðið, Tíminn
og Vísir, tóku afgerandi afstöðu með
Finnum gegn sovét mönnum. níðings-
skapurinn sem blaða menn og pistla-
höfundar þessara blaða töldu felast í
inn rásinni vegna yfir burða hervalds
og stærðar sovét ríkjanna var óspart
gagnrýndur í umfjöllun þeirra. Í reykja-
víkur bréfi Morgunblaðsins í febrúar 1940
kom þessi túlkun þannig fram: rauði
herinn, hin „asiatiska pest“, var að
reyna að „leggja undir sig Finn land,
svifta þjóðina frelsi sínu, myrða áhrifa-
menn hennar og æskulýð, og koma þar
á blóðugri einvaldsstjórn.“6 Því níðings-
legri sem aðfarir sovétmanna þóttu, því
aðdáunar verðari virtist „hin æfintýralega
hetju vörn finsku smáþjóðarinnar gegn
ofuefli asíumanna“, eins og Morgun
blaðið orðaði það.7 Í desember 1939
taldi Alþýðu blaðið „aðdáunarvert að sjá
[Finna], eftir allar þær raunir, sem þeir
hafa ratað í, færa slíkar fórnir [...] af
annarri eins hreysti og hugprýði“ og í lok
febrúar 1940 líkti Tíminn vetrarstríðinu
við Persa stríðin í fornöld og frelsisstríð
Hollendinga á 17. öld sem sönnun þess
„hve miklu menntuð og þrekmikil þjóð
getur áorkað“.8
Á meðan stríðið stóð yfir var athygli
dag legra frétta oftar en ekki beint að
grimmd sovét manna, slæmum að-
búnaði rauða hersins, óánægju her-
manna hans og mann falli þeirra.
„grimmd rússa er svo mikil“, mátti
lesa í frétt Morgunblaðsins í janúar 1940,
að þeir svifust þess ekki að „fljúga lágt
yfir lík fylgd í þorpi einu í Finnlandi og
skjóta á lík fylgdina úr vjelbyssum.“9
Áherslur fréttanna sýndu jafnframt
baráttu finnska hersins í jákvæðu ljósi
og voru fregnir af sigrum hans tíðar.
samúðar- og aðdáunarorðræðu „lýð-
ræðis blaðanna“ var þó að lang mestu
leyti haldið innan greina og pistla. Með
nokkrum undan tekningum Þjóðviljans
voru nær allar ljósmyndir tengdar
stríðinu í íslenskum dagblöðum frá
Finnum komnar og sýndu finnska
herinn, gjarnan með ógurlegt magn
herfangs. Þar að auki skrifuðu blöðin,
sérlega Alþýðublaðið, allnokkuð um sam-
stöðu norðurlanda með Finnlandi og
norrænu sjálfboðaliðasveitirnar vöktu
at hygli, einkum í Morgunblaðinu.
Fréttir „lýðræðisblaðanna“ bárust
yfir leitt frá London og Kaupmannahöfn
og stundum beint frá fréttariturum í
Finn landi.10 Fjöldi erlendra fréttarita
hópaðist saman í landinu og sendi reglu-
legar fregnir af stríðinu til fjölmiðla á
Vestur löndum. Lýsingar þeirra áttu það
til að vera drama tískar og gáfu gjarnan
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 148 6/5/2013 5:20:15 PM