Sagnir - 01.06.2013, Page 149
150
reykja víkur með þjóðfána Íslands og
Finn lands í fylkingar broddi. aðrir íbúar
reykja víkur gengu til liðs við gönguna
og stað næmdist hún við skrifstofu aðal-
ræðis manns Finna í Hafnarhúsinu. að
sögn Morgun blaðsins voru þar saman
komin um átta til tíu þúsund manns
og var þar fullyrt að aldrei hefði komið
saman í einn stað annar eins mann-
fjöldi í reykjavík. síðari tíma könnun
hefur leitt í ljós að sam koman gæti hafa
verið einn fjöl mennasti mót mæla fundur
í sögu reykjavíkur í hlutfalli við íbúa-
fjölda.21 Á svölum ræðis manns skrif stof-
unnar bað Bárður jakobs son ,formaður
stúdentaráðs, ræðismanninn um að
skila „samúð stúd enta og íslensku
þjóðar innar“ til hinnar „hraustu finsku
[þjóðar]“ og óskaði henni heilla í
„baráttunni fyrir frelsi sínu, sjálf stæði
og menningu.“22 Ludvig andersen,
aðal ræðismaður, Finna þakkaði fyrir
þann samúðarvott sem hann hafði
allsstaðar orðið var við en ræðis-
manns skrifstofunni höfðu einmitt
borist ógrynni samúðarskeyta þennan
morgun.23
samkomunni lauk með þjóðsöngvum
Finna og Íslendinga og mannfjöldinn
hrópaði ferfalt húrra fyrir Finnum.
síðar um daginn efndi Heimdallur, félag
ungra sjálfstæðis manna, til samúðar-
fundar í flokkshúsi þeirra og um kvöldið
hélt alþýðuflokkurinn verkalýðsfund í
iðnó. Húsfyllir varð á báðum þessum
pólitísku samkomum og voru þar sam-
þykktar ályktanir sem fordæmdu inn-
rásina og lýstu yfir ótvíræðum stuðningi
við Finna.24
Finnlandsmálin og Finnlandskvöldin
Á þessum nótum lauk fullveldisdegi
Íslendinga árið 1939 og átti sam hugur
með Finnum og áhugi á landinu eftir
að setja svip sinn á þjóðmála umræðu
næstu þrjá mánuðina. Í bland við hið
nær daglega pólitíska karp blaðanna
um Finnlands málin, sem í aðalatriðum
snerust yfirleitt um afstöðu sósíalista til
stríðsins, birtist samúðar orðæðan víðar
og í öðru samhengi. ósjaldan var vitnað
til frelsis baráttu Finna í ræðum og
ávörpum og þónokkrir létu tilfinningar
sínar í garð hinnar bágstöddu vinaþjóðar
í ljós með kveðskap.25 Ljóðatitlar á borð
við „til Finnlands“ og „nú logar Finn-
land“ lýstu á dramatískan hátt hinu
ójafna tafli í Finnlandi, ýmist sem ádeilu
á sovét ríkin eða stuðningi við Finna.26
Finnlandsmálin voru tekin upp á
fundum félaga og jafnvel mennta-
stofnana. Í mars 1940 varð uppi
fótur og fit þegar sósíalistum fannst
yfir völd mennta skólanna hnekkja á
þeim nemendum sem ekki tóku upp
hanskann fyrir Finna. Þessu var hafnað
í Morgun blaðinu af nemanda einum sem
ítrekaði þó að flestir nemendur „báru
djúpa samúð með finsku þjóðinni og
hetju hennar, [gustaf] Mannerheim“
marskálki.27 Bandalag kvenna í reykjavík
samþykkti ályktun í desember 1939
og sendi „finsku konunum, systrum
sínum“ sína dýpstu samúðarkveðju.28
Í febrúar 1940 sendi Íþróttasamband
Íslands kollegum sínum í Finnlandi
samúðar- og vináttuávarp með yfir 120
undir skriftum íslenskra íþróttamanna,
vand lega bundið í leðurband og skraut-
skrifað á íslensku og sænsku.29
auk hinnar pólitísku umræðu naut
Finnland jafnframt athygli á menn ingar-
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 150 6/5/2013 5:20:15 PM