Sagnir - 01.06.2013, Page 151
152
mundu hafa samband ef flutningur til
Íslands yrði raun hæfur.35 gunnlaugur
tók saxén á orðinu og bað þá sem
vildu taka börn í fóstur að gefa sig fram
strax ef Finnum snerist hugur. Í byrjun
febrúar höfðu um 40 heimili boðist til
að taka við finnskum stríðsbörnum.36
Meira heyrðist ekki frá Finnum en í
byrjun mars 1940 hafði virtur sænskur
læknir, gunnar Holmgren að nafni, sem
hafði um sjón með brottflutningi m.a.
finnskra barna, samband við kollega
sinn gunnlaug og spurði hvort ekki væri
unnt að koma þeim í fóstur á Íslandi og
lagði til að þau yrðu sett í vinnu, t.d. við
garð yrkju eða fiskveiðar. Enn fremur
bauðst hann til þess að gerast milli-
göngu maður ef af þessu yrði.37 Ekkert
bendir til annars en að rauði krossinn
hafi tekið vel í boð Holmgrens en
ekkert varð úr fyrir ætlunum hans.
Finnlandsdagurinn og
Finnlandssöfnunin
Þótt fjarlægðin hafi komið í veg fyrir að
Íslendingar gætu lagt Finnum lið með
þessum hætti gátu þeir þó lagt sitt af
mörkum til hinnar alþjóðlegu Finn-
lands hjálpar með söfnun peninga og
fatnaðar. Það var strax á fyrstu dögum
vetrar stríðsins að forgöngumenn
norræna félagsins á Íslandi höfðu sam-
band við stjórn rauða kross Íslands
og fengu hana til liðs við sig um fjár-
söfnun handa Finnum. Ákveðið var
að efna til Finnlandsdags í reykjavík
10. desember 1939 með útiskemmtun
á austur velli og skemmtiatriðum og
tón leikum í samkomuhúsum bæjarins
á meðan sjálfboðaliðar seldu merki
rauða krossins.38 Finnlandsdagurinn
heppnaðist vel og sá samhugur með
finnsku þjóðinni sem almenningur sýndi
á full veldis daginn kom bersýnilega í ljós
aftur. alls söfnuðust um 11 þúsund
krónur á þessum eina degi í merkjasölu
og frjálsum fram lögum.39 Uppátækið
fékk raunar svo góðar viðtökur að
frjáls fram lög héldu áfram að berast
og viku síðar voru haldnir álíka Finn-
lands dagar með skemmtidagskrám í
öðrum þéttbýlis stöðum.40 Á akureyri
flutti skáldið Davíð stefánsson „af-
burða snjallt erindi um baráttu Finna
og yfir gang kommúnista.“41 Finn lands-
dagarnir urðu að eins konar opnunar-
hátíð Finnlands söfnunarinnar sem átti
eftir að standa yfir um allt land það sem
eftir var vetrar.
Framlög bárust á skrifstofur rauða
krossins og norræna félagsins í reykja-
vík, á akureyri, siglufirði og víðar og
í fámennari byggðalögum stóðu sjálf-
boða liðar fyrir söfnun.42 Um leið og
söfnunin fór af stað tók aðstandendum
hennar að berast fjöldi fyrirspurna
um hvort ekki mætti gefa vörur í stað
peninga. rauði krossinn hafði samband
við systur félagið í Finnlandi og fékk þau
svör að alls kyns prjónles væri vel þegið,
fyrst og fremst sokkar, vettlingar og
peysur. Þetta var tilkynnt í útvarpinu og
til þess að auðvelda fólki slíkar gjafir fékk
rauði krossinn Póst- og símamálastjórn
til að afnema burðargjald á prjónles-
bögglum utan af landi til Finn lands-
söfnunarinnar.43 Þetta var mestmegnis
prjóna- og skinnvarningur en einnig
bárust söfnuninni vörur af öðru
tagi, m.a. fimm föt af lýsi, tveir skúf-
hólkar, fimm gullhringir og fleiri skart-
gripir. Vörunar voru metnar á andvirði
7.735,65 króna. Peninga- og fata-
söfnunin stóð yfir svo lengi sem fram-
lög bárust en heldur tók að draga úr
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 152 6/5/2013 5:20:16 PM