Sagnir - 01.06.2013, Page 154
155
innar við norrænu Finnlands hjálpina.
Ef litið er til sam svarandi fjár safnana
almennings í svíþjóð og noregi og
þær settar í hlutfall við íbúafjölda má
álykta að Íslendingar stóðu svíum
hvergi nærri en söfnuðu þó álíka miklu
og norskur almenningur.58 Á hinn
bóginn veittu ríkis stjórnir þessara þjóða
Finnum enn meiri stuðning til viðbótar
við almennu safnanirnar, m.a. í formi
hergagnasendinga og gríðarstórra lána.
Þrátt fyrir að raunvirði fjárstuðnings
Íslendinga hafi aðeins verið dropi í haf
erlendrar aðstoðar fékk stuðningurinn
góðar viðtökur í Finnlandi. Í lok
desember 1939 hafði Morgunblaðið eftir
dönskum fjöl miðlum að Finnar birtu
fréttir af söfnuninni á Íslandi með
„stórum fyrir sögnum“ og færu „stór-
kostlegum viður kenningar orðum“ um
Ísland.59 Í október 1940 flutti skipið Esja
á þriðja hundrað Íslendinga víðs vegar
að af norðurlöndunum til Íslands.
Eftir að hafa ferðast í gegnum Finn land
til íshafshafnarinnar Petsamo sögðust
Íslendingarnir hafa orðið varir við
sérstakan velvilja í sinn garð hjá Finnum.
Þeir sögðu að Finnum væri umhugað
um að koma því til skila að almennt
væri munað eftir íslensku söfnuninni
þar í landi.60 Í sama mánuði sendi
rauði kross Finn lands systurfélaginu á
Íslandi formlegt þakkar bréf undirritað
af sjálfum Manner heim marskálki sem
jafn framt var formaður félagsins:
Þar sem söfnuninni er hér með lokið
óska ég þess að fá að skila dýpsta
þakk læti okkar til íslensku þjóðarinnar
fyrir alla þá verðmætu hjálp í formi
peninga og vara sem okkur barst
meðan á hinni hörðu vetrar herferð
1939-40 stóð og eftir stríðstímabilinu
sem henni fylgdi.61
Marskálkurinn taldi Íslendinga hafa
sýnt mikla fórnfýsi sem styrkti „enn
frekar þann samhug sem ríkir á milli
þjóða okkar.“62
Ísland og Finnland:
Vestræn og norræn lýðræðisríki
Hvers vegna vakti vetrarstríðið þessi
viðbrögð hér á landi? til þess að
skýra af stöðu Íslendinga til Finnlands
veturinn 1939–1940 er nauðsynlegt að
tekjur Krónur gjöld Krónur
safnað í peningum: 165.661,93 sent í peningum til
Finnlands:
83.252,35
andvirði gefinna
vara:
7.735,65 andvirði vörusendinga
til Finnlands:
86.726,22
stríðsvátrygging: 1.311,42
Ýmis kostnaður: 1.511,67
alls: 173.397,58 alls: 172.801,66
til afgangs í árslok 1940: 595,92
Vaxatekjur 1939 og 1940: 1.089,31
alls: 174.486,89
Bókhald Finnlandssöfnunarinnar. Með gjöldum er í þessu samhengi átt við þá fjármuni sem Rauði krossinn sendi úr
landi eða varði í kostnað. Heimild: Ársskýrsla Rauða kross Íslands 1939 til aðalfundar 1940. [Reykjavík,1940],
bls. 12.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 155 6/5/2013 5:20:17 PM