Sagnir - 01.06.2013, Page 155
156
freista þess að setja hana í samhengi við
stöðu Íslands á Vesturlöndum, einkum
þó meðal norðurlandanna. Einnig þarf
að huga að því að hvaða leyti viðbrögð
þeirra voru sprottin úr íslenskum jarð-
vegi.
Landvinningar Þjóðverja og sovét-
manna í Mið- og austur-Evrópu
höfðu birst mörgum Vesturlandabúum
sem yfir gangur einræðisríkjanna gegn
bjargar lausum smáríkjum. Vetrarstríðið
var hins vegar fyrsta slíka tilfellið þar
sem lýðræðislegu smáríki tókst að setja
stór veldinu fótinn fyrir dyrnar. Vörn
þessi hafði uppörvandi áhrif á Vestur-
veldin í stríði þeirra við Þjóðverja sem
staðið hafði yfir tíðindalaust frá því
í september 1939. Barátta Finna og
tíðinda leysi vesturvígstöðvanna gerði
það að verkum að vetrarstríðið fékk
óskipta athygli á Vesturlöndum og
alþjóða sam félagið fékk gott rúm til að
fram kalla samúðar ölduna sem lenti á
Finnlandi.63 Það má þó einnig færa rök
fyrir því að neikvæð viðbrögð við inn-
rásinni í Finnland á Vesturlöndum hafi
til jafns átt rætur að rekja til andúðar á
sovét ríkjunum og kommúnisma eins og
sér stakrar samúðar með Finnum. Þótt
ýmsir litu aðdáunaraugum til austurs litu
margir Vesturlandabúar svo á að austur-
landa mæri Finnlands væru, með orðum
Max jakobson, „landamæri Býsans og
rómar“ þar sem vestræn menning, gildi
og viðskiptahættir tóku enda.64 Hug-
myndir um framandleika rússlands voru
ekki óalgengar á meðal fræðimanna og
stjórn málamanna í Vestur-Evrópu og
hafði landið gjarnan verið talið framandi,
afturhalds samt og vanþróað veldi. Eftir
byltingu kommúnista varð rússland
síðan sannar lega að útlaga meðal ríkja
Evrópu.65 Þannig birtist vetrarstríðið
mörgum sem barátta vesturs og austurs
þar sem vestræn menning og gildi áttu
undir högg að sækja.
Það var þó meira en andúð á einræði
sem leiddi til þessara viðbragða á
Íslandi. Eins og Þjóðviljinn benti réttilega
á í upp hafi stríðsins hafði almenningur
ekki tekið jafn skýra samúðarafstöðu
til þeirra þjóða sem þegar höfðu orðið
Þýska landi og sovét ríkjunum að bráð.66
Ísland og Finn land töldust hins vegar
bæði til norður landa þótt enn væri ekki
sjálf gefið að jaðarlöndin tvö, ekki síst
Finnland, væru alltaf talin til þeirra.67
Á millistríðs árunum höfðu Íslendingar
mest tengsl við Dani, norð menn og
svía en einnig Breta og Þjóð verja.
Finnar áttu hins vegar lítið saman við
Íslendinga að sælda fyrir síðari heims-
styrjöld. Þeir voru í miklum minni hluta
þeirra útlendinga sem hingað komu
og aðeins fáeinir Íslendingar sóttu
Finn land heim.68 Engu að síður voru
Finnar gjarnan taldir til norrænu frænd-
þjóðanna þegar þjóðin kom til umræðu
á Íslandi, m.a. á kynningar fundum eða
í kynningar efni sem af og til birtist
Íslendingum.69 Í um ræðum á millistríðs-
árunum um finnsku borgara styrjöldina
árið 1918 mátti jafnvel finna orðalag
sem átti eftir að ein kenna vetrar stríðið.70
norski sagnfræðingurinn thorstein
strømsøe heldur því fram að samvinna
Finn lands og hinna norðurlandanna á
milli stríðs árunum hafi verið svo langt
komin að landið væri álitið „sjálf sagður
hluti norðurlanda“ og því hafi innrásin
verið túlkuð sem árás á norðurlöndin
sjálf.71 Danski sagn fræðingurinn Henrik
s. nissen telur hins vegar að Finnar hafi
í fyrsta sinn öðlast sess sem norður-
landa þjóð í augum norð manna og
Dana veturinn 1939–1940. Þjóð félags-
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 156 6/5/2013 5:20:17 PM