Sagnir - 01.06.2013, Page 162
163
Persaflóastríðið, sem hófst 17. jan úar 1991, hefur af mörgum ver ið kallað fjöl miðla stríð en
það var fyrsta styrjöldin sem braust út í
beinni útsendingu. Um fjöllun fjöl miðla,
eink um á Vestur löndum, var gríðar mik-
il og áhugi al menn ings eftir því. Þessi
„stríðsgleði“ fjöl miðla átti svo sannar-
lega við hér á landi. Persaflóa stríð ið
hafði víð tæk áhrif sem náðu til marg-
ra þátta sam félagsins. afstaða til stríð-
sins klauf til að mynda fjögurra flokka
stjórn Fram sóknar flokks, alþýðu flokks,
Borgara flokks og alþýðu banda lags í
tvennt. Þetta birtist eink um í skoðana-
ágreiningi for sætis ráð herra og utan-
ríkis ráð herra. Eins leit um fjöllun fjöl-
miðla um stríðið hafði mót andi áhrif
á afstöðu íslensks al mennings og dró
fram tækni legar hliðar þess á kostnað
mann legra þátta. Eðli fjöl miðlunar á
Íslandi breyttist varanlega með útsend-
ingum sjónvarps frá erlendu frétta stöð-
vunum Cnn og sky sem sendar voru
út beint og óþýddar. Þær mót uðu enn
frekar viðhorf almennings til stríðs ins
og styrktu hugmyndir manna um há-
tækni stríð þar sem hvorki blóð né lík
komu við sögu.
Í þessari grein verður fjallað um áhrif
Persaflóastríðsins á Íslandi og við brögð
Íslendinga við því. Ætlunin er að nálgast
við fangs efnið út frá breiðum grunni
með því að taka fyrir af stöðu stjórn-
valda, stjórn mála flokka og ein stakra
stjórn mála manna, um fjöllun fjölmiðla
og skoð anir rit stjórna dagblaðanna
ásamt við horfi al mennings. Markmið
greinar innar er að sýna fram á hversu
víð tæk áhrif stríðs ins voru og draga
upp sem heild stæðasta mynd af því.1
Bakgrunnur
Þann 2. ágúst 1990 réðust herir saddams
Hussein Íraksforseta inn í smá ríkið
Kúveit. Þar með hófst Persa flóa deilan.
innrásin var strax fordæmd af mörg-
um ríkjum heims og á vettvangi sam-
einuðu þjóðanna. Bandarísk yfir völd
brug ðust óðara við og hófu stór fellda
liðs flutninga til sádi-arabíu til að verja
landið hugsanlegri árás. Myndað var
fjöl þjóðalið með þátttöku Breta, Frakka
og margra arabaríkja, sem sendu liðs-
styrk til Persaflóa, en Bandaríkja menn
voru þar lang flestir.2
sameinuðu þjóðirnar samþykktu 12
ályktanir gegn Írak í kjölfar inn rásar-
innar. Þetta var í fyrsta skipti síðan í
Kóreu stríðinu 1950–1953 að sam staða
náðist um mál af þessu tagi í öryggis-
ráði sam einuðu þjóðanna. Kalda stríð-
inu var lokið og upp var komin „ný
heims skipan“ með Bandaríkin í forystu.
síðasta ályktunin gaf Írökum frest til 15.
janúar 1991 til þess að draga her sinn til
baka frá Kúveit. Ef ekki yrði farið eftir
sam þykkt um sameinuðu þjóðanna,
heim ilaði ályktunin að beita mætti her-
valdi til að knýja stjórnvöld í Írak til
hlýð ni. Hinn 17. janúar 1991 hófust
her naðar að gerðir Bandaríkjamanna
og banda lags ríkja þeirra gegn Írökum.
Þeim lauk rúm lega mánuði síðar. Ekki
eru til ná kvæm ar tölur um fjölda lát-
inna. tölur nar virðast nokkuð á reiki
en nefnt hefur verið að allt frá 40.000
til 200.000 manns, bæði hermenn og
óbreytt ir borgarar, hafi látið lífið.3
Ástæður innrásarinnar í Kúveit voru
marg víslegar. Írak var stórskuldugt eftir
átta ára styrjöld við Íran og skuldaði m.a.
Kú veit marga milljarða dollara. Þá var
heims markaðs verð á olíu óhagstætt og
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 163 6/5/2013 5:20:20 PM