Sagnir - 01.06.2013, Page 169
170
hefðu hemil á fjöl miðlum, ólíkt því sem
gerðist í Víetnam stríðinu. Á þessu stigi
var tónn Alþýðu blaðsins líkari leiðurum
Morgun blaðsins en Tímans eða Þjóðviljans.
Viðhorf almennings til stríðsins
eins og það birtist í fjölmiðlum
Ekki er hægt að segja að almenningur
hafi farið varhluta af stríðinu við Persa-
flóa, eins og merkja má af aragrúa inn-
sendra greina í helstu dagblöðum lands-
ins. Ljóst er að Íslendingar höfðu miklar
skoð anir á málefnum Persaflóa og skipt-
ust menn í andstæðar fylkingar eftir því
hvort þeir studdu hernaðaraðgerðir
banda manna eða ekki. Fleiri greinar
voru skrifaðar gegn stríðsátökunum
en til stuð nings þeim. Engu að síður
höfðu stuð nings menn hernaðaraðgerða
banda manna sig mjög í frammi á síðum
dag blaðanna. Árni M. Mathiesen dýra-
læknir vísaði til dæmis á bug um mælum
ólafs ragnars grímssonar um að
Flóa hernaðurinn væri runninn undan
rifjum Banda ríkja manna og brýndi
fyrir Íslendingum að stríðið væri háð
í um boði sameinuðu þjóðanna, enda
nytu að gerðirnar almenns stuðnings
hvar vetna í heiminum. Þá sagði hann
stein grím Her manns son of trúaðan
á samnings vilja einræðis herrans og
taldi ástæðuna vera sér stakan vin skap
for sætis ráð herrans við Yasser ara fat,
stuðn ings mann Íraksforseta.26 Friðar-
sinnar voru einnig harðlega gagnrýndir
eins og nafn greinarinnar „Friðarsinnar
gegn friði“ eftir Hannes Hólmstein
giss urar son bendir til. Í greininni er
fjallað um undir skriftarlista Átaks gegn
stríði, mál staður friðarsinna sagður ein-
kenn ast af Bandaríkja hatri og að þeir
ynnu í raun með að gerðum sínum gegn
friði.27 Enn harka legri tón má greina í
skrif um stefáns snævarr, þar sem hann
kall aði friðarsinna saddamista en mót-
mæl endur kúskinn skóa komma og kven-
fasista. Átak gegn stríði kallaði stefán
síðan „Átak gegn ameríku“. Hann
hélt því fram að Hussein væri eins og
Hitler, í stríði gegn öllum heiminum, og
því væri réttast að „punda á … [hann]
spreng jum í milljóna tonnatali“.28
Í „Velvakanda“ Morgunblaðsins og les-
enda bréfum DV var einnig vett vangur
fyrir almenning að tjá skoðanir sínar.
tals vert var um að fólk notfærði sér
þann vett vang. Lýstu sumir yfir stuðn-
ingi við stríð ið og töldu jafnvel að
Íslendingar ættu aðild að því sökum
veru sinnar í atlants hafs bandalaginu.
Öð rum fannst að stjórn völd ættu að
styð ja við hern aðinn, t.d. með flutn-
ingum yfir hafið. Orð ræðan var sú sama
og ein kenndi umræðuna um stríð ið.
Áhugi lands manna á stríðinu og öllu
sem því tengdist birtist í þessum smá-
dálk um blað anna. svo mikill var áhug-
inn að menn voru farnir að deila um
út búnað banda rískra hermanna í eyði-
mörkum Mið-austurlanda.29
Í hinum fjölmörgu blaðagreinum
almenn ings má áfram greina sömu
orð ræðu og ein kenndi mál flutning
þeirra sem mót mæltu Persa flóa stríðinu.
Ástæður stríðs ins voru raktar til mikillar
orku þarfar Vestur landa og aðgangs að
ódýrri olíu í Mið-austur löndum. Því
var hafnað að stríð væri nauðsyn legt til
að knýja Íraks forseta til að kalla heim
heri sína og þess í stað lögð áhersla á að
viðskipta bann væri verk færi sameinuðu
þjóð anna. slíkt bann myndi virka vel þar
sem 90% útflutnings Íraka væri einmitt
olía. Bent var á þann tvískinnung er ríkti
þegar Írakar réðust á Íran en þá hafi ekki
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 170 6/5/2013 5:20:28 PM