Sagnir - 01.06.2013, Page 170
171
verið talað um árás brjálæðings á frjálst
og full valda ríki, enda naut Hussein í
það skiptið stuðnings Vesturveldanna.
Ekki hefði heldur verið brugðist við
sam skonar aðgerðum annars staðar
í heim inum, eins og í tíbet, á austur-
tím or og síðast en ekki síst hernámi
Ísra ela á svæðum Palestínumanna, en
það var einn veiga mesti þátturinn í máli
stríðs and stæðinga. Flestir voru þeirrar
skoð unar að íslensk stjórnvöld ættu að
beita sér á alþjóðavettvangi fyrir friði
við Persa flóa. Koma þyrfti á alþjóðlegri
friðar ráðstefnu til að leysa vandamál
Mið-austur landa.
Sjónvarpsstríð í beinni
„Þetta var stríðið sem færði okkur Cnn
og sKY“, segir í grein í Alþýðu blaðinu
þar sem áhrif Persaflóa stríðsins hér á
landi voru gerð upp.30 Í jan úar 1991 lá
ljóst fyrir að fyrr eða síðar myndi sverfa
til stáls milli herja Huss eins og banda-
manna. Í ljósi þessa hóf stöð 2 beinar
útsend ingar frá banda rísku sjónvarps-
stöðinni Cnn 15. jan úar, daginn sem
frestur Íraka til að hverfa á brott frá
Kúveit rann út. Fyrst og fremst var
um frétta tengt efni að ræða sem sent
var út ótextað á ensku. Útvarps frétta-
nefnd tók málið upp á fundi sínum 16.
janúar og úrskurðaði að út sendingar
stöðvar 2 brytu í bága við reglu gerð um
sjónvarps útsend ingar en þar var kveðið
á um að allt efni á erlendu máli, sem
sýnt væri í sjón varpi, ætti að vera textað
eða íslenskt tal látið fylgja með. nefndin
fór því fram á að út send ingarnar yrðu
stöðvaðar.31
svavar gestsson menntamála-
ráðherra brást hins vegar við þessu
uppá tæki stöðvar 2 með því að setja
nýja reglu gerð um út varps rekstur. Í
henni voru veittar undan tekningar
á útsendingum erlendra stöð va sem
dreifðu frétta tengdu efni við stöðu-
laust.32 samstarf Cnn og stöðvar 2
stóð því og gaf stöðin íslenskum áhorf-
endum kost á að sjá Persa flóa stríðið
brjótast út í beinni útsend ingu 17.
janúar. ríkis sjónvarpið brást snar lega
við og samdi við bresku sjón varps stöð-
ina sky um útsendingar á frétt um stöð-
varinnar. sá háttur var hafður á að sent
var út alla daga frá Cnn og sky þegar
hefð bundinni dag skrá lauk um mið-
nætti og langt fram eftir morg ni.33
Það verður að teljast nokkuð undarlegt
að ráðherra alþýðubandalagsins, sem
yfir leitt var tor tryggið gagn vart áhrifum
engil saxneskrar menningar hér á landi,
skyldi leyfa óþýddar útsendingar á
ensku í íslensku sjón varpi. Það var
mat svavars að hin nýja reglu gerð væri
aðeins viður kenning á þeim veruleika
„að við eigum heima í heiminum“.34
göm lu reglurnar voru taldar úreltar en
sam kvæmt þeim þurfti strangt til tekið
að þýða söng texta jafn harðan – sem
vita skuld var aldrei gert.
Margir íslenskufræðingar létu í ljós
áhyggjur sínar og álitu að tungumálinu
staf aði hætta af út sendingum sky og
Cnn.35 Meðal al mennings fögnuðu þó
marg ir þessari við bót og luku lofsorði
á frétta menn er lendu stöðvanna.36
Útsend ingar nar mættu mót stöðu hjá
leiðara höfundum Morgun blaðsins líkt
og Kefl avíkur sjón varpið á sínum tíma.
Blað ið taldi það mikil mis tök hjá ráð-
herra að hafa opnað fyrir erlendar
útsend ingar enda gæti það haft alvarlegar
afl eið ingar fyrir tungu málið.37 Í þessum
efn um var Morgun blaðið sammála Þjóð
viljanum. Alþýðu blaðið og DV studdu
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 171 6/5/2013 5:20:28 PM