Sagnir - 01.06.2013, Side 178
179
voru því enn uppi en ætlunin var að
fangarnir puðuðu í hel kulda norður-
hjarans, uns þeir létust úr hungri, sjúk-
dómum og vosbúð. Þeir sem væru
ó hæfir til vinnu yrðu drepnir mis-
kunnar laust án nokkurrar tafar.8
Áætlun um „þjóðernishreinsun“
(e. ethnic cleansing) í Póllandi var hrundið
af stað með sam þykki Hitlers. sex sér-
sveitir ss (þ. Einsatzgruppen) þustu inn
í landið og höfðu heim ild til að skjóta
alla sem sýndu minnsta mót þróa við
handtöku eða virtust líklegir til vand-
ræða. strangar siða reglur gilda almennt
í hernaði, sem gerði sérsveitunum erfitt
fyrir þegar ganga átti milli bols og
höfuðs á pólska aðlinum, klerkastéttinni
og mennta stétt inni. Þótt sveitirnar vildu
ekki styggja þýska herinn tókst þeim
að myrða um 60 þúsund manns.9 Ekki
virðist hafa verið erfitt að finna böðla,
sem voru viljugir til að leggja sitt af
mörkum við að þóknast Hitler og láta
spá dóm hans rætast. Það virðist engu
máli hafa skipt hvar í stétt þessir menn
voru; her menn, lögreglu menn, iðnaðar-
menn eða skrifstofu menn virtust allir
tilbúnir að þjóna foringjanum.
tveimur dögum eftir að innrásar-
áætluninni Barbarossa10 var hrundið af
stað lagði Heinrich Himmler, yfirmaður
ss-sveit anna, fram allsherjar áætlun fyrir
þá sem fengju það hlutverk að endur-
skipu leggja búsetu þjóða og þjóðarbrota
í her numdum löndum. Hugmyndin var
að flytja ríflega 30 milljónir slava, þ.e.
Pól verja, tékka og slóvaka, auk stórra
hópa gyð inga hvaða næva að úr Evrópu
,til vestur hluta síberíu. Þarna var
kominn ein angraður sama staður fyrir
gyðinga og slava þar sem þeir að lokum
myndu deyja út.
Hvað gerðist eftir innrás Þjóðverja í
Sovétríkin?
reinhard Heydrich, einn helsti hug-
mynda smiður helfararinnar, fékk leyfi
Hit lers til að framfylgja áætluninni um
að „friða“ hertekin héruð sovét ríkjanna
eftir inn rásina í sovétríkin í júní 1941.
sendar voru fjórar dauðasveitir frá
Pól landi í kjölfar innrásarhersins til að
„gera upp“ við gyðinga sem voru virkir
í Komm únista flokknum en einnig mátti
hand taka alla þá sem voru taldir styðja
flokk inn. Vart fer á milli mála að Hey-
drich og hans menn höfðu mjög frjáls ar
hendur. Í sjálfu sér var nóg fyrir með-
limi dauða sveitanna að gera ráð fyrir að
gyð ingar sem urðu á vegi þeirra væru
komm únistar til að þeir teldust rétt-
dræpir.11
Fyrstu morðin á gyðingum eftir inn-
rásina í austur-Pólland og sovétríkin
voru framin 24. júní 1941 í litlum bæ
í Lit háen. Þann 3. júlí 1941 staðfesti
for ingi dauða sveitarinnar í Luzk, í
austur hluta Póllands, að hafa heimilað
mönnum sínum að skjóta 1160 karl kyns
gyð inga til bana.12 Litháískir þjóðernis-
sinnar í Kowno tóku þátt í morðunum
með því að berja gyðinga til bana með
kylf um á meðan fólk safnaðist saman
um hverfis og fylgdist með af ákafa.
sumar mæður höfðu börn sín með til
að sýna þeim „réttlát“ morð á meðan
þýsku her mennir nir stóðu álengdar og
tóku ljós mynd ir sér til skemmtunar.13
Morð um af þessu tagi fjölgaði mjög
og í ágúst 1941 höfðu 10 til 12 þúsund
gyð ingar og kommúnistar verið myrtir.
Hitler mun hafa verið ánægður með
gang mála í sovét ríkjunum en krafðist
þess að yfirmaður gestapo, Heinrich
Müller, sæi til þess að foringjar dauða-
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 179 6/5/2013 5:20:33 PM