Sagnir - 01.06.2013, Page 182
183
Fyrstu útrýmingarbúðirnar voru í
borginni Kulmhof í norðanverðu Pól-
landi þar sem fjölmargir sovéskir gyð-
ingar dóu af völdum eiturgass og aðrir
voru skotnir til bana. Í útrýmingar-
búðum á borð við treblinka var tekið
til við notkun gas klefa sem þótti mikil
fram för. Himm ler ákvað að breyta
starfs heiti ausch witz og Majdanek
fanga búð anna í útrýmingar búðir, þar
sem fárra beið annað en skjótur dauð-
dagi.27 Í auschwitz var hætt að nota
kol sýring eða koleinoxíð og tekið að
nota blá sýru þess í stað.28 til marks um
hversu skipu lega var gengið til verks
er áætlað að um 75 til 80 af hundraði
fórnar lamba helfarar innar hafi enn verið
á lífi um miðjan mars 1942 en ellefu
mánuðum síðar hafi aðeins um fjórð-
ungur þeirra enn verið lífs.29 Fyrir árs lok
1942 töldu yfir menn ss-sveitanna sjálfir
að um fjórar milljónir gyðinga væru
látnar.30
Evrópskir gyðingar voru drepnir
hvenær sem færi gafst í álfunni á
árunum 1941 til 1945, á götum úti, í
orrustum eða eftir þær, við leifturárásir,
heima í gyðingahverfunum, í fanga- og
út rýmingar búðum eða við flutninginn
í þær. Það sýnir að tilraun var gerð til
að láta spá dóm Hitlers rætast og að
nógu margir voru til búnir að þóknast
foringjanum í verki.
Efasemdarmennirnir
til eru þeir sem fullyrt hafa að helför
nasista gegn gyðingum sé uppspuni frá
rótum og hafi aldrei átt sér stað. Þeir sem
þannig tala afneita því að þjóðarmorð
hafi verið framið á gyðingum í síðari
heims styrjöld og fullyrða að saga hel-
farar innar sé samsæri gyðinga um að
gera hlut þeirra sem mestan á kostnað
annarra hópa sem fóru einnig illa út
úr stríð inu. Þeir benda á að ríkisstjórn
Þriðja ríkisins hafi alls ekki haft opin-
bera stefnu um útrýmingu gyðinga,
sem er ekki fráleitt, og að tilgangurinn
með út rýmingar búðum og gasklefum
hafi ekki verið að myrða gyðinga. Þeir
segja mun færri gyðinga hafa látist en
opin ber lega hefur verið haldið fram og
að fleiri aríar en gyðingar hafi látist í
útrým ingar búðum. Þau rök hafa einnig
heyrst að nasistar hefðu ekki haft tíma
til að myrða allan þennan fjölda fólks.
Yfirleitt stangast niðurstöður þeirra
sem hafna helförinni á við sagn fræði-
leg gögn og heimildir sem til eru, enda
iðulega byggðar á fyrir fram gefnum
forsendum. Þó hafa þess háttar rök
verið notuð í réttarhöldum yfir grun-
uðum stríðsglæpamönnum, t.d. Klaus
Barbie, „slátraranum frá Lyon“, en
ver jandi hans taldi engu meiri glæp að
senda gyðinga í gasklefa en að berjast
við þjóðir eins og Víetnama eða Pal-
estínu menn, sem væru að reyna að losa
sig undan erlendu valdi.31
Ernst nolte telur rök þeirra sem
hafna hel förinni ekki alveg út í bláinn
og ástæður þeirra oft virðingarverðar.
Hann hefur haldið því fram að ástæða
þess að dauða sveitirnar myrtu fjölda
gyð inga á austur vígstöðvunum hafi
verið „fyrir bygg jandi öryggisráðstöfun“
því fjöldi gyðinga hafi tilheyrt and-
spyrnu hreyfingum á svæðinu. Þótt alls
ekki megi setja nolte í hóp þeirra sem
hafna hel förinni alfarið þótti banda ríska
sagn fræðingnum Deboruh Lipstadt,
höfundi bókar innar Denying the Holo caust,
einkar óþægilegt að svo virtur sagn-
fræð ingur skyldi vera þessarar skoðunar
og taldi það gefa málstað þeirra sem
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 183 6/5/2013 5:20:34 PM