Sagnir - 01.06.2013, Page 183
184
and mæltu helförinni byr undir báða
vængi.32 Eftir að bók Lipstadt kom út
höfðaði breski rithöfundurinn David
irving meið yrðamál á hendur henni
og útgáfu félaginu þar sem hann hélt
því fram að úti lokað væri að milljónir
gyð inga hefðu verið myrtar í gasklefum
eða að gyðingaofsóknir hefðu verið
skipu lagðar. Hann fullyrti einnig að
út rýmingar búðirnar í auschwitz væru
síðari tíma til búningur. skemmst er frá
því að segja að irving var „úrskurðaður
af neitari Hel farar innar [sic], gyðinga-
hatari og kyn þátta hatari og sagður vera
nas ista vinur, sem hefði falsað söguna
mál stað þeirra til framdráttar“.33
Óbreyttir borgarar – viljugir böðlar
eða saklaus verkfæri?
Daniel jonah goldhagen, stjórnmála-
fræðiprófessor við Harvard, skrifaði
afar um deilda bók um helförina,
Hitler´s Willing Executioners sem vakti
þegar mik la athygli. Hann fullyrti að
í Þýska landi hefði skapast sérstök
gerð gyð ingahaturs, sem hann kallaði
„dráps kenndan gyðingafjandskap“
(e. eliminationist antisemitism). Þar hefðu
nas istar orðið herrar samfélags, gegn-
sýrðu af fjandskap í garð gyðinga, sem
gerði afar róttæka og öfgafulla leið til
upp rætingar þeirra framkvæmanlega.34
goldhagen hélt því einnig fram að
þýskir gerendur helfararinnar, konur
jafnt sem karlar, hefðu komið fram við
gyðinga á þann grimmilega, hrottalega
og banvæna hátt sem raun bar vitni því
það þótti einfaldlega rétt og nauðsynlegt.
sömu leiðis hafi langvarandi, heiftarlegt
og inn gróið hatur mikils meirihluta
þýsku þjóðarinnar á gyðingum verið
ástæða löngunar til að losna við þá úr
sam félag inu með öllum tiltækum ráðum.
Megin þema bókarinnar var því að allir
Þjóð verjar, háir og lágir, ungir sem ald-
nir, ríkir og fátækir, væru jafnsekir.
Hitler‘s Willing Executioners hlaut
Minnismerki þetta um helför gyðinga eftir bandaríska arkitektinn Peter Eisenman stendur á milli Brandenborgar
hliðsins og svæðisins þar sem sprengjubyrgi Adolfs Hitlers var í Berlín. Um er að ræða 2711, allt að fimm metra háar
steinsteypublokkir, sem lagðar eru á svæði á stærð við þrjá knattspyrnuvelli. Ljósmynd/Markús Þórhallsson
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 184 6/5/2013 5:20:35 PM