Sagnir - 01.06.2013, Side 185
186
fór að þeir voru útilokaðir frá ábyrgðar-
stöðum og samneyti við aría. Í kjölfar
inn rásar Þjóðverja í Pólland og síðar
sovét ríkin magnaðist andúðin enn
frekar og gefin voru leyfi til að drepa
gyðinga, hvar sem til þeirra næðist, eða
hneppa þá í fangavist. Engar heimildir
virðast þó vera til um skipulagða áætlun
um þjóðar morð gyðinga framan af
styrjöldinni. Morð og fangelsanir þeirra
og annarra af „óæðri“ kynstofnum
virðast hafa verið fremur óskipulögð
og sett í sjálfsvald hvers herforingja.
Það var ekki fyrr en í kjölfar Wannsee-
ráð stefnunnar snemma árs 1942 að út-
rým ingar herferðin tók á sig opinbera
mynd og varð að skipulegri stefnu í átt
að loka lausn „gyðinga vanda málsins“,
algerri út rým ingu í sérhönnuðum
búðum. Þeir sem hafa hafnað því að
hel förin hafi átt sér stað, að hún hafi
ekki verið skipulögð eða að mun færri
gyðingar hafi látist en haldið hefur verið
fram, hafa ekki fengið mikinn meðbyr
og byggja hugmyndir sínar á fáum sem
engum heimildum. Þó hafa þeir nokk uð
til síns máls um skipulags leysi að gerð-
anna, einkum á fyrstu tveimur ár um
stríð sins.
Margt bendir til að fjöldi almennra
borg ara hafi vitað af og tekið þátt í of-
sóknum gegn gyðingum. Það lítur út
fyrir að þeir sem voru and vígir aðgerð-
unum hafi ekki talið sig geta brugðist
við með neinum hætti. Því útilokaði
fólk raun veru leikann og reyndi að
halda áfram sínu dag lega lífi. Fjölmargir
voru ó sammála hug myndum Hitlers og
annarra nas ista, sem héldu því fram að
gyð ingar og ýmsir aðrir væru af „óæðri“
kyn stofnum, og þ.a.l. væri ofbeldi gegn
þeim og út rým ing réttlætanleg. óttinn
við yfir valdið og eigin bana varð þó til
þess að fáir brugðust við. sagn fræðingar
eins og ian Kershaw hafa hafnað hug-
myndum Daniels gold hagen um að
þýskt sam félag hafi verið gegnsýrt
„dráps kenndum gyðinga fjandskap“,
því að stæður þar hafi ekki verið ólíkar
þeim sem þekktust um alla Evrópu.
styrj öldin og hel förin höfðu hins vegar
varan leg áhrif á þýskt sam félag, þar sem
skömm, van líðan og samvisku bit hlóðst
upp í sálar lífi Þjóð verja. Þótt tæp sjötíu
ár séu liðin frá lokum síðari heims styrj-
aldar er ó víst hvort þær tilfinningar séu
horf nar úr þýsku þjóðarsálinni.
Tilvísanir
1. Um hugmyndir fræðimannanna má til dæmis
lesa í bókum galtons Hereditary Genius og English
men of science: their nature and nurture sem komu út á
árunum 1869 og 1874, einnig í bók Carrels L’Homme,
cet inconnu sem kom út á ensku árið 1936 undir heitinu
Man, the Unknown. Kenningar Haeckels eru sennilega
hvergi skýrar settar fram en í bók hans Natürliche
Schöpfungsgeschichte frá árinu 1876. Ensk þýðing þeirrar
bókar, The History of Creation, kom fyrst út árið 1876.
2. Zweig, stefan: Veröld sem var – sjálfsævisaga.
Halldór j. jónsson og ingólfur Pálmason
þýddu. 3. útgáfa. reykjavík, 2010, bls. 8.
3. gercke, achim: „Die Lösung der
judenfrage“, Nationalsozialistische Monatshefte,
38. hefti (1933), bls. 195–197.
4. von Leers, johann: „Das ende der
jüdischen Wanderung“, Nationalsozialistische
Monatshefte, 38. hefti (1933), bls. 229–231.
5. Kershaw, ian: Hitler. London, 2009, bls. 469.
6. Friedlander, Henry: The Origins of
Nazi Genocide. From Euthanasia to the Final
Solution. Chapel Hill, 1995, bls. 39.
7. Kershaw: Hitler, bls. 508.
8. sama, bls. 669.
9. sama, bls. 518–519.
10. Barbarossa var dulnefni yfir innrás
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 186 6/5/2013 5:20:36 PM