Sagnir - 01.06.2013, Síða 196
197
Á Íslandi hefur lengi tíðkast að gera sér daga mun á ösku-daginn, sem og á bolludegi
og sprengi degi, en þetta eru síðustu
dagarnir fyrir löngu föstu og eru þeir
haldnir hátíð legir víðs vegar um heim.
tilefni hátíðarinnar á Íslandi er þó fyrir
löngu orðið merkingar laust, enda hefur
ekki verið fastað á Íslandi í nokkur
árhundruð og því eru ástæður hátíðar-
dagana að mestu leyti bundnar hefð í
hugum Íslendinga. Það þýðir þó ekki að
hefðir tengdar ösku degi séu rót grónar
hér á landi. raunin er sú að öskudags-
hefð Íslendinga hefur breyst töluvert
á síðari hluta 20. aldar. núverandi
birtingar mynd hennar má í besta falli
rekja aftur um eina öld, og þá einungis
til norður hluta landsins.
Á 20. öld hafa tvær meginhefðir
tíðkast á ösku daginn á Íslandi. sú eldri
tengist bein línis nafni dagsins og felur í
sér að sauma litla poka, setja í þá ösku
eða smá steina, hengja aftan á fólk og
láta það ganga með pokann yfir þrjá
þröskulda. Þessi hefð er kaþólsk að
uppruna og á rætur að rekja aftur á 17.
öld, þó að allar beinar tengingar við
kaþólsku hafi snemma horfið. siðurinn
þekktist um land allt bróðurpart 20.
aldar en um miðjan 9. áratuginn fór að
draga úr honum. Hin hefðin barst til
landsins nokkru fyrir aldamótin 1900
frá Dan mörku og er afbrigði af hinu
danska fastelavn. sú hefð myndaðist á
þeim stöðum þar sem dönsk menning
var ráðandi og danskir kaupmenn fyrir-
ferðar miklir, t.d. á akureyri, Ísafirði, í
stykkis hólmi og reykjavík. Hefðin lifði
þó einungis á akureyri en þar náði hún
fótfestu í byrjun 20. aldar. akureyrski
siðurinn fól í sér að klæðast búningum,
slá köttinn úr tunnunni og „marsera“
- að ganga milli húsa og kaupmanna,
syngja lög og fá að launum góðgæti eða
aura. Í megindráttum hélst hefðin eins
bróður part aldarinnar og einskorðaðist
við akur eyri á meðan öskupokahefðin
var í há vegum höfð annars staðar á
landinu.
Á síðustu tveimur áratugum 20. aldar
urðu breytingar þar á. akureyrarhefðin
skaut upp kollinum um land allt en
gamli ösku poka siðurinn lét smám
saman í lægra haldi og er nú nærri
horfinn. Í þessari grein verður leitast
við að varpa ljósi á hvað olli þessari
snöggu breytingu. Á því tímabili sem
um er rætt, 9. og 10 ára tugnum, gekk
íslenskt sam félag í gegnum tölu verðar
breytingar sem ég tel að séu rót þeirra
um skipta sem orðið hafa á öskudags-
siðnum.
Undir lok 8. áratugarins fór að bera
minna á þeirri áköfu menningarvörn
sem hafði einkennt Evrópu á kalda-
stríðsárunum og í kjölfarið kynntust
Íslendingar í auknum mæli hnattvæðingu
og fjöl menningu.1 að sama skapi hafði
efna hags leg uppsveifla þessara ára og
frjáls hyggju miðuð afstaða stjórnvalda
áhrif á neysluvenjur Íslendinga. Hér má
nefna sem dæmi að stöð 2 fór í loftið
árið 1986, Kringlan og Hard rock Café
opnuðu árið 1987, Davíð Oddsson
opnaði McDonald‘s veitingastaðinn
með pompi og prakt árið 1994 og svo
mætti lengi telja. Bandarísk neyslu-
menning naut vaxandi vinsælda á Íslandi
á þessum árum og henni fylgdu ýmsir
siðir sem áður voru óþekktir á Íslandi,
m.a. hrekkja vöku hefðin. Hér á eftir
verður leitast við að svara þeirri spurn-
ingu hvort rekja megi þær breytingar
sem urðu á ösku deginum á 9. áratugnum
til þeirrar auknu hnattvæðingar (þ.e.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 197 6/5/2013 5:20:59 PM