Sagnir - 01.06.2013, Page 197
198
ameríku væðingar)2 sem átti sér stað
hér á landi og þá sérstaklega þess að
Íslendingar komust í kynni við hrekkja-
vökuhefð Bandaríkjamanna.
Öskudagurinn verður neysluvæn
hátíð
Áður en búningahefð akureyringa
haslaði sér völl um land allt á 9. áratugnum
snérist gamanið víðast hvar ennþá um
að hengja öskupoka aftan í fólk. Þegar
öskupoka hefðin fluttist í bæina úr gamla
bændasamfélaginu tíðkaðist lengi vel að
stunda pokahengingar innan heimilisins
eða í skólum. Með hinni hröðu borgar-
væðingu virðist sem börn hafi hins vegar
í auknum mæli farið með leikinn út á
göturnar, meðal annars niður í miðbæ
reykja víkur.3 Einn heimilda maður
þjóð hátta deildar Þjóðminja safnsins,
fæddur 1949, segir um þessa þróun:
„Áberandi [var] um 1970 hvað krakkar
fóru mikið um bæinn með öskupoka,
ekki síst í strætis vögnum“.4 Frí var í
barna skólum og börn voru því mikið
á kreiki þennan dag.5 til að mynda var
ösku dagurinn árlegur fjáröflunardagur
rauða krossins og voru börn þá gjarnan
fengin til þess að ganga hús úr húsi og
selja barm merki.
Þegar fór að bera á breytingum á
hátíðarhöldum á öskudegi er sem um
eins konar snjóbolta áhrif hafi verið að
ræða en snjó boltann sjálfan má rekja til
eins fjöl miðils – dagblaðsins Vísis. Árið
1981 auglýsti blaðið og bauð krökkum
á höfuðborgar svæðinu að mæta á
Lækjar torg í búningum og slá köttinn
úr tunnunni að akureyrskum sið, eða
eins og þeir orðuðu það: „Við hér á Vísi
létum okkur detta í hug að krakkar í
höfuð borginni gætu líka danglað í tunnu
á ösku daginn“.6 af myndum að dæma
mættu ekki ýkja margir í búningum en
þó nokkrir. Í tunnunni var ekki dauður
köttur, heldur tuskudýr. Ekkert nammi
virðist hafa verið á boðstólum en
tunnu kóngur og kattardrottning hlutu
verðlaun fyrir sín afrek. Árin eftir endur-
tók DV leikinn en árið 1983 virðist hafa
verið komið góðgæti í tunnuna ásamt
tusku kettinum, enda var tunnuslagurinn
styrktur af ópal það árið.7 Dagblaðið
Tíminn merkir þessa breytingu:
Öskudagurinn er smám saman að
öðlast nýjan svip og börnin láta
sér ekki nægja að hengja ösku poka
á gamlar konur. nú er dagurinn
hátíðlegur haldinn með skraut legum
búningum, söng og gamni, auk þess
sem víða er búið að taka upp þann
gamla danska leik að „slá köttinn úr
tunnunni“.8
Árið 1984 var tuskukötturinn svo
horfinn og nammið í tunnunni það sem
leikurinn snerist um. aftur styrkti ópal
tunnu slaginn en þessi áhersla á sælgætið
í reykjavík er sérstaklega áhugaverð í
ljósi þess að fréttamynd sama ár sýnir
kattar drottninguna á akureyri halda
uppi dauðum hrafni stolt á svip.9 aldrei
hafði tíðkast á akureyri að nammi væri í
tunnunni, heldur hékk þar ýmist dauður
köttur en þó oftar dauður hrafn.10
Þegar tunnu slagssiðurinn fór að berast
um landið á síðari hluta 9. áratugarins
birtist hann eins og reykvíkingar höfðu
hann – sum sé með nammi í tunnunni
en ekki á gamla akureyrska mátann.11
Á þeim tíma þegar tunnuslagssiðurinn
ruddi sér rúms var ekki mikill frétta-
flutningur um að börn syngju í búðum
fyrir nammi en það færðist í aukana
undir lok áratugarins. allan 9. ára-
tuginn hélt gamli öskupokasiðurinn þó
velli í bland við nýju hefðirnar – eins
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 198 6/5/2013 5:20:59 PM