Sagnir - 01.06.2013, Page 203
204
bilsins stafaði af umbreytingum í
íslensku efnahags- og viðskiptalífi. Þar
sem efna hags legan uppgang er að finna
má yfirleitt sjá merki ameríkuvæðingar.
Henni fylgir iðulega neyslumenning að
banda rískum sið og til þess að aðhyllast
slíkan lífstíl þarf hinn almenni borgari
að hafa eitthvað milli handanna umfram
helstu lífsnauðsynjar.31 Á 9. áratugnum
tók íslensk hversdagsmenning stakka-
skiptum. Þær breytingar höfðu orðið
nokkru fyrr í Evrópu og Íslendingar
fóru nú í ríkara mæli fram á það sem
nágranna þjóðir þeirra höfðu þegar séð,
svo sem opinn markað og erlendar vörur.
sem dæmi um nýbreytni áratugarins má
nefna nýjar matarvenjur með tilkomu
skyndibitastaða, greiðslukortanotkun
og lögleiðingu á sölu bjórs í landinu.32
Þó að íslenskur efnahagur hafi sveifl-
ast töluvert upp og niður með óða verð-
bólgu og staðnaðri hagstjórn ríkisins
á síðari hluta aldarinnar bötnuðu kjör
fólks samt hægt og bítandi og Íslendingar
gátu kynnt sér nýja lifnaðarhætti með
erlendu sniði.33 Á því tímabili sem hér er
til skoðunar, 1980-1999, urðu ákveðin
þáttaskil í lifnaðarháttum hins almenna
Íslendings. Á fyrri hluta 9. áratugarins
var vissu lega erfið kreppa. Vegna hörku-
legra aðgerða stjórnvalda gegn óða-
verð bólgu áttu margir Íslendingar erfitt
með að greiða af verðtryggðum lánum
og margir misstu húsnæði sitt.34 Það
kemur heim og saman við þá staðreynd
að þrátt fyrir að hin nýja sýn Íslendinga
á öskudaginn hafi verið farin að berast
til reykjavíkur og víðar var gróða-
hugsjónin bak við hátíðina ekki jafn
áberandi og hún varð upp úr 1985, bæði
hvað varðar búningakaup og sælgæti.
til þess að slík breyting nái fótfestu
þarf hið almenna heimili að hafa efni á
eyðslu umfram helstu nauðsynjar og er
því vert að benda á að milli áranna 1984
og 1988 jókst kaupmáttur meðaltekna
verka fólks um heil 24,7 prósent.35 Enn
fremur gerði „skattlausa árið“ 1987
mörgum kleift að rétta úr kútnum. Því
má ætla að stór hluti þjóðarinnar hafi
búið við tiltölulega stöðugan fjárhag
þegar krafan um aukna neyslu á ösku-
daginn fór að ágerast.
Frá 1988 og fram til u.þ.b. ársins 1994
varð aftur samdráttur í þjóðarbúinu en
ekki jafn harkalegur og sá sem dró fólk
í þrot áratuginn áður, auk þess sem
stjórn völd tóku á kreppunni með öðrum
hætti. Í stað þess að bjarga störfum og
fyrirtækjum var lögð meiri áhersla á
fjárhags legan stöðugleika innan sam-
félagsins.36 Eftir velmegunarárin á síðari
hluta 9. áratugarins virðist enn fremur
sem sam drátturinn eftir 1988 hafi ekki
breytt til muna neyslumunstri hins
almenna borgara. nýtt hugarfar opins
markaðar og mikils framboðs hafði náð
fót festu í landinu og dreifst á alla þjóð-
félags hópa, enda voru lífskjör ekki jafn
stétt skipt undir lok aldarinnar og áður
var raunin.37
Þessar breytingar í efnahagsmálum
tengdust stefnu sem íslenskir stjórn-
mála menn fóru að aðhyllast upp úr
1980, sérstak lega ný frjáls hyggjumenn
sem þá áttu sitt blóma skeið. stefnan ein-
kenndist af því að losa um tök ríkisins
á efna hags stjórn landsins. Fyrsta skrefið
var tekið þegar Ísland gekk í EFta árið
1970 sem síðar þróaðist yfir í aðild að
EEs í byrjun árs 1993. Við þetta jókst
alþjóðleg efna hags samvinna til muna.38
að stæður fyrir nýja viðskiptahætti urðu
hentugri um 1980 og þá tók að bera
á nýrri afstöðu stjórn valda gagnvart
opnum markaði og minni afskiptum
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 204 6/5/2013 5:21:13 PM