Sagnir - 01.06.2013, Page 206
207
sé það hugtak síður gildishlaðið og gefi
meira svigrúm fyrir menningarlega
yfir færslu frá öðrum heimshlutum. Þó
að vissu lega hafi Íslendingar kynnst
menningu frá öðrum heimshlutum (t.d.
austur lenskri matarmenningu) er veru-
leikinn sá að yfirgnæfandi hluti inn-
fluttrar framleiðslu, hugvits, upp lýsinga
og menningar fyrirbæra kemur frá
Banda ríkjunum.46 Bandaríkin hafa haft
menningar legt forræði í hnatt væðingu
heimsins og Ísland fer ekki varhluta af
því.
Þær breytingar sem áttu sér stað á
Íslandi á síðustu áratugum 20. aldar
falla undir það sem schröter kallar
þriðju bylgju ameríkuvæðingar en
hún tók að sækja í sig veðrið undir lok
9. áratugarins og við sjáum enn vart
fyrir endann á áhrifum hennar.47 Með
ágengni hnattvæðingar má ætla að þessi
útflutningur á gildismati og menningu
Bandaríkja manna hafi náð til allra
heims hluta en þó í mismiklum mæli og
með ólíkum afleiðingum. Vandamálið
við að greina menningarlega yfirfærslu
er að menning og félagslegt umhverfi
er tiltölulega óáþreifanlegt og auk þess
bregst hvert samfélag á sinn hátt við
þeim efnahagslegu og menningarlegu
áhrifum sem hnattvæðing hefur á það.48
til þess að reyna að útskýra þennan
ófyrirsjáan lega samruna menn ingar-
heima hefur hug takið glocalization verið
notað. Hugtakið útskýrir samþættingu
stað bundinnar menningar og utan-
aðkomandi tilfærslu á þeirri menningu,
ferli sem má útskýra sem eins konar
menningar lega díalektík stað bundinna
fyrir bæra og utanaðkomandi áhrifa í
fram gangi einsleitinnar hnattvæðingar.49
Dæmi um þessa díalektík segir jillian
sham baugh vera dönsku pylsuna.
Danska pylsan er seld sem skyndibiti í
amerískum pylsusöluvögnum á götu-
hornum í Danmörku en sjálf pylsan
sem er seld þar er sérdanskt fyrirbæri,
í sér stöku brauði, með ákveðnu með-
læti.50 Dönsk sérkenni pylsunnar eru
þannig viðnám við innflutningi hinnar
al-bandarísku hot dog pylsu. til þess að
útskýra að sum samfélög kjósi að fara
þessa leið í hnattvæðingar ferlinu sækir
sham baugh í kenningu george ritzer
um eitthvað og ekkert (e. nothing/
something). ritzer telur að þessi leið
sé farin til að sporna við innfluttum
varningi og gildum sem hafa enga
stöðu innan fyrir liggjandi menningar og
ekkert vægi fyrir sam félagið sem verður
fyrir áhrifum þess:
the various forms of nothing – often,
at least initially, imports from the
United states – are quickly and easily
perceived as nothing [of value], since
alternative forms of something and the
standards they provide, are alive and
well.51
Í tilfelli dönsku pylsunnar spornuðu
Danir þannig við bandarískum áhrifum
á sam félag sitt með því að kjósa dönsku
pylsuna frekar en bandarískt hot dog. sé
þetta líkan sett í samhengi við þróun
ösku dagsins á Íslandi myndi hrekkja-
vakan vera dæmi um ekkert (nothing),
inn flutning frá Bandaríkjunum sem
hefur (fyrst um sinn) ekkert vægi fyrir
Íslendinga. Búninga hefð akureyringa er
þá eitthvað (something) sem Íslendingar
kannast við og er svipað fyrirbæri og
hrekkja vakan.
samkvæmt þessu gætu Íslendingar
hafa komist í kynni við hugmyndina um
hrekkjavöku en í stað þess að taka hana
upp leitað að sambærilegum sið sem væri
Íslendingum kunnugur. Búningahefðina
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 207 6/5/2013 5:21:18 PM