Sagnir - 01.06.2013, Page 208
209
miðlum dreifðist hins vegar búninga-
hefð akureyringa um land allt.
tilvist núverandi öskudagshefðar
má því rekja til þess að með kynningu
á þessum erlenda sið var sköpuð eftir-
spurn í íslensku menningarlandslagi
eftir búninga hefð og við það breiddist
akureyrska hefðin út. Það er alltént
nokkuð ljóst að þessar tvær hefðir
þróuðust sam hliða á 9. áratugnum, enda
var algengt á þessum tíma að Íslendingar
blönduðu hug myndunum saman eða
greindu einfaldlega ekki á milli þeirra.
Enn fremur er ljóst að meiri innbyrðis
skyldleiki er milli ösku dags- og hrekkja-
vöku hefð anna í hugum Íslendinga
heldur en við fastelavn Dana eða kjöt-
kveðju hátíðir Evrópu, þrátt fyrir að þar
eigi ösku dagurinn uppruna sinn. Þar
af leiðandi er erfitt að segja til um það
hvort Íslendingar hefðu á annað borð
tekið upp öskudags sið akureyringa í
byrjun 9. áratugarins ef þeir hefðu ekki
komist í kynni við hrekkjavöku Banda-
ríkja manna.
Tilvísanir
1. Um menningarvörn á kaldastríðsárunum
hefur mikið verið skrifað, til dæmis í Þýskalandi
og Frakklandi, sjá t.d. bækur alexanders stephan
um and-ameríkanisma. Á Íslandi mætti t.d. nefna:
rósa Magnúsdóttir: „Menningarstríð í uppsiglingu:
stofnun og upphafsár vináttufélaga Bandaríkjanna
og sovétríkjanna á Íslandi“, Ný Saga 12 (2000) bls.
29–40, Hörður Vilberg Lárusson: „Hernám hugans:
hugmyndir manna um áhrif Keflavíkursjónvarpsins
á íslenskt þjóðerni“, Ný Saga 10 (1998) bls. 19–37,
sem og ýmis skrif Vals ingimundarsonar.
2. Þótt hnattvæðing sé vissulega alþjóðlegt
ferli lýtur hún oftast að bandarískri menningu og
er þ.a.l. ameríkuvæðing, sbr. george ritzer: The
McDonaldization thesis: Explorations and extensions.
sage Publications, California, 1998, bls. 89.
3. Flestir heimildarmanna þjóðháttadeildar
Þjóðminjasafnsins sem fæddir eru milli 1945 og 1965
tala um að hafa farið út og hengt öskupoka á fólk en
þeir sem fæddir eru fyrr nefna að hafa hengt poka
aftan á fjölskyldumeðlimi eða þann sem viðkomandi
var hrifinn af. sjá spurningalista, Þjóðháttadeild
Þjóðminjasafns Íslands (ÞÞ). ÞÞ spurningalisti
101a (2001): Öskudagur og hrekkjavaka.
4. ÞÞ 14005: kk., f. 1949, reykjavík.
5. Vef. Unnar Árnason, „af hverju er
öskudagurinn haldinn hátíðlegur?“. Vísindavefurinn,
http://visindavefur.is/?id=3201 (sótt 23. apríl
2012). Þegar fastelavn fluttist til Íslands undir lok
19. aldar var hátíðin haldin á mánudegi líkt og
í Danmörku en þegar frídagur í barnaskólum
var færður yfir á miðvikudag árið 1917 færðist
hefðin með. að hafa frídag á öskudag hélst í
einhverju formi alla öldina, þótt skólar hafi á
10. áratugnum oftar staðið fyrir viðburðum
fyrir nemendur, svo sem grímuballi.
6. „Drottning og kóngur í einn dag“.
Vísir, 5. mars 1981, bls. 14.
7. „Kötturinn sleginn úr tunnunni“.
DV, 15. febrúar 1983, bls. 1.
8. „Öskudagurinn“.
Tíminn, 17. febrúar 1983, bls. 3.
9. „síðbúin mynd af öskudeginum“.
Dagur, 12. mars 1984, bls. 3.
10. að slá köttinn úr tunnunni má rekja
til hjátrúar á miðöldum en um slíka siði og
aðrar kattamisþyrmingar má lesa í bók roberts
Darnton: The great cat massacre and other episodes
in French cultural history. Basic Books, new York,
1984. Á akureyri tíðkaðist að nota kött á fyrri
hluta 20. aldar en síðar meir varð hrafninn
algengari, líklega vegna þess að auðveldara var að
útvega dauðan hrafn. „Kötturinn ekki sleginn úr
tunnunni“. Mbl.is, 8. mars 2011, http://www.mbl.
is/frettir/innlent/2011/03/08/kotturinn_ekki_
sleginn_ur_tunnunni/ (sótt 18. mars 2013).
11. sem dæmi úr grindavík sjá: „Kötturinn
sleginn úr tunnu í fyrsta skipti“. Morgunblaðið, 7.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 209 6/5/2013 5:21:18 PM