Sagnir - 01.06.2013, Síða 212
213
Meðal listfræðinga, sagn-fræðinga og annarra þeirra sem um viðfangsefnið fjalla
er orðið míníatúr eða smámynd, eins og
listformið kallast á íslensku, almennt
notað yfir lítið lófastórt port rett, u.þ.b.
12x12 cm að stærð, af karli, konu eða
barni. smámyndir eiga rætur sínar að
rekja til Mið-Evrópu á önd verðri 16.
öld. Áhugi manna á gerð smá mynda
óx og dafnaði og varð í áranna rás að
tískusveiflu sem reis hvað hæst um
alda mótin 1800 en vin sældir þeirra
voru mestar í upphafi 19. aldar.1 Þegar
ljósmynda tæknin kom fram um 1840
hvarf smámynda gerðin nánast eins og
hendi væri veifað. Líkt og um hverja
aðra mynd list hefur menn greint á um
mikil vægi smá mynda sem verð ugra lista-
verka en víst er að margir af merkustu
myndlistar mönnum sögunnar unnu að
gerð slíkra verka. Áhugi á evrópskum
míníatúrum hefur veru lega glæðst í
Evrópu og ekki síður í Banda ríkju num á
síðustu ára tugum og helstu söfn beggja
vegna atlants hafsins hafa stór aukið
rann sóknir og haldið almennar sýningar
á þessum smá gerðu manna myndum.2
smámyndir af íslensku fólki er vart
hægt að telja til þjóðlegrar arfleifðar
en þær eru hluti af íslenskri lista- og
menn ingar sögu, þótt þær séu ekki einn
af lykil þáttum hennar. Viðfangsefninu
virðist ekki hafa verið gefinn mikill
gaumur hér á landi og sem myndræn
fyrir bæri hafa mínía túrar líklega ekki
þótt athyglis verðir til umfjöllunar,
hvorki í ræðu né riti. segja má að aldrei
hafi skapast raun veru leg hefð hérlendis
fyrir þess háttar mynd gerð meðal
íslenskra myndlistar manna en hvað sem
því líður er það stað reynd að smámyndir
af Íslendingum voru til á Íslandi. Hér á
eftir verður leitast við að gera grein fyrir
því í hvers konar um hverfi listformið
varð til og hvernig því skolaði á fjörur
Íslands.
Upphaf míníatúra
Í vestrænni og býsanskri listasögu táknaði
orðið míníatúr frá upphafi verklýsingu á
notkun vatnslita og bleks á fíngerð skinn
við lýsingu hand rita. skinnin voru unnin
úr dýra húðum, yfirleitt kálfs skinni,
og eftir meðhöndlunina nefndust þau
pergament. notkun marg slunginna lita
á slík handrit, annaðhvort til skreytinga
á letri eða beinlínis við gerð mynda sem
túlkuðu text ann enn frekar, var í raun
sá rannur sem smá myndin óx upp úr.3
smá myndir þróuðust úr handgerðu
útflúruðu letri sem gert var til skreytingar
og mynd lýsinga í handgerðum bókum
eða hand ritum. Orðið ,,miniature“
kemur frá latneska orðinu ,,minare“,
sem þýðir að lita með blýrauðu, en
upphafs stafir í skinn hand ritum voru
gjarnan afar skraut legir og markaðir
með rauðum vatnslit, blýrauðu eða
bleki.4 Á Íslandi er varðveitt handrit frá
árinu 1693 sem er ágætt dæmi um þess
háttar letur skreytingu en það er titilsíða
kvæða bókar séra ólafs jónssonar á
söndum (1560-1627) sem skrifuð var
og lýst af íslenskum presti, séra Hjalta
Þorsteinssyni.5
Vagga smámyndarinnar var hjá
konungs hirðum Evrópu, við hirð
Hinriks Viii Englandskonungs og
nánast samtímis við konungshirðina í
Frakk landi í tíð Frans i.6 Elstu varðveittu
smámyndir af mönnum, sem ekki eru
hluti af hand riti heldur sjálfstæð verk,
eru frá Eng landi og taldar vera frá þriðja
tug 16. aldar. Vinsældir míníatúra uxu
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 213 6/5/2013 5:21:20 PM