Sagnir - 01.06.2013, Síða 213
214
hröðum skrefum, sérstaklega vegna þess
að pólitísk nytsemi þeirra kom fljótlega
í ljós á tíma bilinu. Er þá skírskotað til
þess er konunglegar giftingar voru fyrir-
hugaðar ferðuðust sendiboðar langar
leiðir, jafnvel milli landa, í þeim tilgangi
að kynna tilvonandi brúði eða brúð-
guma og semja um hjónabandið.7 Þá
var handhægt að ferðast með portrett í
formi smá mynda því sjálfsagt var akkur
af því, fyrir biðla jafnt sem tilvonandi
brúður, að sjá hvernig hin konung lega
eða eðal borna persóna leit út. að vísu
var þó ekki alltaf hægt að treysta því að
sönn mynd væri dregin upp af viðkom-
andi og vel var þekkt að myndirnar
væru lítið eitt fegraðar. Þannig gat
smámyndin raunveru lega ráðið úrslitum
um hvort úr yrði hjónaband.
Helstu smámyndamálarar frá upphafi
listformsins voru Flæmingjar en
þekktastur er trúlega Hans Holbein yngri
(1497/98-1543), hirðmálari Hinriks
Viii, sem varð snemma virtur portrett-
málari. Í listtúlkun sinni skírskotaði
hann til raun sæis í myndlist sem kom
fram með flæmskri myndlist á 15. öld.8
arftaki Holbeins í smámyndagerð við
hirðina var Englendingurinn nicholas
Hilliard (1547-1619) sem náði fljótlega
frábærum tökum á tæknilegri nálgun
og fagur fræðilegri sköpun með þeim
árangri að hann hefur allar götur síðan
verið nefndur faðir smámyndarinnar. Á
hundrað ára skeiði, frá 1740 til 1840,
er talið að stór hluti myndlistarmanna í
álfunni hafi haft atvinnu einungis af að
gera eir stungu, mála, teikna, þrykkja eða
klippa út míníatúra af fólki.9
Ýmsar gerðir smámynda
Í upphafi voru smámyndirnar unnar í
pergament, oftast málaðar með vatns-
litum á safírbláan bakgrunn og hlaðnar
örsmáu skrauti sem málað var með
gulli eða silfri. rammarnir voru gjarnan
hring- eða sporöskjulaga og slegnir í gull
eða silfur en einnig þekktust vel rammar
úr látúni, íbenholtvið eða öðrum harð-
viði.
Mikil stéttaskipting ríkti í Evrópu á
16. og 17. öld og eftir því sem nær dró
þeirri 18. breiddist smámyndahefðin
smám saman út frá ensku og frönsku
hirð inni til aðalsins. Er fram liðu stundir
og hugmynda fræði fyrri alda vék fyrir
nýjum straumum breyttist hagur margra
samfélags hópa og með sívaxandi þétt-
býli þróuðustu Evrópulanda varð til
milli stétt meðal borgaranna sem efnaðist
skjótt. Þessi nýríki hópur krafðist þess að
fá skerf af þeim lífsgæðum og munaði,
sem einungis aðall og konungs fjöl-
skyldur höfðu áður haft aðgang að, og
smá myndin varð þá skilgetið afkvæmi
hinnar nýtil komnu borgarastéttar.
tengsl list sköp unar, samfélagsþróunar
og mót unar borgaralegrar sjálfsmyndar
voru því helstu orsakavaldar þess að
mínía túrum óx stöðugt fiskur um hrygg
meðal hinna efnameiri.
Meðal ungra elskenda varð fljótlega
vinsælt að skiptast á smámyndum, líkt
og tíðkast hefur allt fram í nútímann í
mis mun andi birtingarformum.10 Eftir-
sóknar vert var að eiga svart/hvíta
mínía túra, ýmist grafíts- eða blek-
teikningar.11 Fyrsta smá myndin sem
sýnd er hér er dæmi gerð lófastór mynd,
varð veitt í Victoria & albert safninu í
London.
Wellesley var veitt nafnbótin
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 214 6/5/2013 5:21:20 PM