Sagnir - 01.06.2013, Page 215
216
safnið varð veitir myndir sem án vafa
falla undir list formið míníatúr og þaðan
eru þær smá myndir fengnar sem fjallað
verður um hér á eftir.
Mannamyndir fyrri alda á Íslandi
Elstu málverk af Íslendingum sem hafa
varðveist eru frá lokum 16. aldar og
máluð erlendis.16 Eitt elsta portrett sem
varð veist hefur af Íslendingi, og sem
málað var hérlendis, er olíumálverk frá
1620 af guðbrandi Þorlákssyni Hóla-
biskupi.17 Ekki eru til heimildir um hver
lista maðurinn er að öðru leyti en að hann
var óþekktur útlendingur. Mál verkið er
alls ekki smámynd, því það mælist rúm-
lega hálfur metri á hæð og breidd, en
ástæða þess að minnst er á það hér er
að formgerð og stíll minnir mjög á smá-
myndir sem gerðar voru á megin landinu
á sama tíma. Vel má vera að listmálarinn
hafi þekkt vel til smá mynda gerðar og
hugsanlega unnið slíkar á meðan á ferð
hans stóð á Íslandi.
Í Þjóðminjasafni Íslands eru varð-
veittar mannamyndir frá því um 1700
sem einnig minna á míníatúra og er þar
um að ræða nokkur portrett séra Hjalta
Þorsteins sonar, sem var virðulegur
prestur á sinni tíð en kunnastur er hann
vegna mynd listar verka sinna.18 Hann var
afkasta mesti myndlistarmaður þjóðar-
innar um sína daga og málaði einkum
myndir trúar legs eðlis.19 Port rettin sem
Hjalti málaði af embættis mönnum sam-
tíma hans bera mörg einkenni dæmi-
gerðs barokkstíls tíma bilsins. Um hverfis
port rettið er sporöskju baugur og upp-
stilling og/eða leturgerð á verk inu, sem
lengst af var einkenni mínía túra .
Á undanförnum áratugum hafa
ýmsir sagn fræðingar lagt áherslu á að
Íslendingar voru ekki eins einangraðir
frá umheiminum fyrr á öldum vegna
legu landsins og hafði verið haldið
fram.20 Erlend áhrif bárust til Íslands
með áhöfnum erlendra fiski- og kaup-
skipa öldum saman. Í annálum eru
nefnd dönsk kaupför, ensk og hollensk
fiski skip, franskir og spænskir hval veiði-
menn.21 trúlega hafa þessir ágætu fiski-
menn ekki haft í farteski sínu smámyndir
af sínum nánustu en aldrei er þó að vita.
Franskir og enskir aðalbornir ferðamenn
sem komu til Íslands í vísindaleiðangra
á 18. öld bjuggu þó eflaust yfir slíkum
smámyndum í farteski sínu.
Hvernig smámyndir bárust til
Íslands
jafnan er álitið að það hafi tekið iðn-
byltinguna um 200 ár að berast til
Íslands en það er talin ein helsta orsök
þess að þéttbýli með tilheyrandi borgar-
menningu myndaðist ekki fyrr hér
á landi. Þegar lega Íslands á jarðar-
kringlunni er skoðuð er augljóst að
landið hefur ekki verið í alfaraleið
en eyjan er nánast á hjara veraldar
miðað við megin land Evrópu. Því
virðist óhætt að færa rök fyrir því að
Íslendingar hafi land fræðilega verið
einangraðri en meginþorri íbúa álfunnar
og raunverulega hafi ekki verið neinn
grund völlur fyrir því að smá mynda gerð
hafi fest hér rætur. Evrópsk borgara-
stétt, sem hafði orðið til í þéttbýli
borgar samfélaga, átti sér vita skuld enga
hlið stæðu á Íslandi því hvorki var um
nokkurn aðal né hirð að ræða í landinu.
Leiðin var löng, tímalega séð, frá
tudor-tímabilinu á Englandi til síðari
hluta 18. aldar á Íslandi þegar míníatúrar
komu hér fyrst fram svo vitað sé. Líkt og
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 216 6/5/2013 5:21:21 PM